„Ég á ekki að skammast mín“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2018 14:30 Miley Cyrus og unnusti hennar, Liam Hemsworth, í Óskarssamkvæmi þann 4. mars síðastliðinn. Vanity Fair, tímaritið sem birti hina umdeildu ljósmynd, stóð að samkvæminu. Vísir/Getty Bandaríska söngkonan Miley Cyrus vakti nokkra athygli í vikunni fyrir að afturkalla afsökunarbeiðni sem hún gaf út árið árið 2008 vegna umdeildrar ljósmyndar. Cyrus útskýrði afstöðu sína enn frekar í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live á þriðjudagskvöld og ítrekaði að hún ætti ekki að þurfa að skammast sín fyrir myndina. Ljósmyndin umtalaða, sem tekin var af hinum heimsfræga ljósmyndara Annie Leibovitz, birtist í tímaritinu Vanity Fair árið 2008. Myndin var gríðarlega umdeild á sínum tíma en á henni sést Cyrus, sem þá var 15 ára, með bert bak og þótti mörgum umgjörðin allt of kynferðisleg. Í kjölfarið gaf Cyrus út afsökunarbeiðni þar sem hún sagðist skammast sín fyrir þátttöku sína í myndatökunni, sem hefði átt að vera „listræn.“ Nú hefur Cyrus hins vegar dregið afsökunarbeiðnina til baka en hún birti tíst þess efnis á Twitter-reikningi sínum í vikunni.IM NOT SORRY Fuck YOU #10yearsagopic.twitter.com/YTJmPHKwLX — Miley Ray Cyrus (@MileyCyrus) April 29, 2018 Hún skýrði nánar frá þessu í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í gærkvöldi. „Einhverjum fannst að mér hefði orðið á í messunni en mér finnst óréttlátt að fólk bregðist þannig við og segi þetta mína skömm, og að ég eigi að skammast mín,“ sagði Cyrus. Þá bætti Cyrus við að á sínum tíma hafi hún viljað stöðva umfjöllun um málið og að hún hafi einnig verið að átta sig á því hvað fælist í því að vera fyrirmynd. Árið 2008, þegar myndin var tekin, var Cyrus á hátindi ferils síns sem stjarna barna- og unglingaþáttanna Hannah Montana. Cyrus þvertók einnig fyrir að kynferðislegt yfirbragð hefði verið á myndatökunni. „Það var ekkert kynferðislegt við þetta á tökustað og það var eitrað hugarfar annarra sem breytti þessu í eitthvað sem það átti aldrei að vera. Þannig að í raun á ég ekki að skammast mín, heldur þau,“ sagði Cyrus en viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Tengdar fréttir Carpool Karaoke: Miley var mjög skökk á kúlunni frægu Tónlistarkonan Miley Cyrus skellti sér á rúntinn með James Corden á dögunum. 11. október 2017 12:36 Sjáðu Miley Cyrus taka kántríútgáfu af See You Again Cyrus sem er dóttir kántrísöngvarans þekkta Billy Ray Cyrus er kannski ekki þekkt fyrir framlag sitt til kántrítónlistar en ljóst er að hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Á dögunum tók hún upp kántríútgáfu af laginu See You Again og hefur fengið mikið lof fyrir flutninginn. 17. september 2017 12:02 Þekkt pör sem hættu saman og byrjuðu svo saman aftur Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér "pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. 8. september 2017 12:30 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Bandaríska söngkonan Miley Cyrus vakti nokkra athygli í vikunni fyrir að afturkalla afsökunarbeiðni sem hún gaf út árið árið 2008 vegna umdeildrar ljósmyndar. Cyrus útskýrði afstöðu sína enn frekar í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live á þriðjudagskvöld og ítrekaði að hún ætti ekki að þurfa að skammast sín fyrir myndina. Ljósmyndin umtalaða, sem tekin var af hinum heimsfræga ljósmyndara Annie Leibovitz, birtist í tímaritinu Vanity Fair árið 2008. Myndin var gríðarlega umdeild á sínum tíma en á henni sést Cyrus, sem þá var 15 ára, með bert bak og þótti mörgum umgjörðin allt of kynferðisleg. Í kjölfarið gaf Cyrus út afsökunarbeiðni þar sem hún sagðist skammast sín fyrir þátttöku sína í myndatökunni, sem hefði átt að vera „listræn.“ Nú hefur Cyrus hins vegar dregið afsökunarbeiðnina til baka en hún birti tíst þess efnis á Twitter-reikningi sínum í vikunni.IM NOT SORRY Fuck YOU #10yearsagopic.twitter.com/YTJmPHKwLX — Miley Ray Cyrus (@MileyCyrus) April 29, 2018 Hún skýrði nánar frá þessu í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í gærkvöldi. „Einhverjum fannst að mér hefði orðið á í messunni en mér finnst óréttlátt að fólk bregðist þannig við og segi þetta mína skömm, og að ég eigi að skammast mín,“ sagði Cyrus. Þá bætti Cyrus við að á sínum tíma hafi hún viljað stöðva umfjöllun um málið og að hún hafi einnig verið að átta sig á því hvað fælist í því að vera fyrirmynd. Árið 2008, þegar myndin var tekin, var Cyrus á hátindi ferils síns sem stjarna barna- og unglingaþáttanna Hannah Montana. Cyrus þvertók einnig fyrir að kynferðislegt yfirbragð hefði verið á myndatökunni. „Það var ekkert kynferðislegt við þetta á tökustað og það var eitrað hugarfar annarra sem breytti þessu í eitthvað sem það átti aldrei að vera. Þannig að í raun á ég ekki að skammast mín, heldur þau,“ sagði Cyrus en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.
Tengdar fréttir Carpool Karaoke: Miley var mjög skökk á kúlunni frægu Tónlistarkonan Miley Cyrus skellti sér á rúntinn með James Corden á dögunum. 11. október 2017 12:36 Sjáðu Miley Cyrus taka kántríútgáfu af See You Again Cyrus sem er dóttir kántrísöngvarans þekkta Billy Ray Cyrus er kannski ekki þekkt fyrir framlag sitt til kántrítónlistar en ljóst er að hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Á dögunum tók hún upp kántríútgáfu af laginu See You Again og hefur fengið mikið lof fyrir flutninginn. 17. september 2017 12:02 Þekkt pör sem hættu saman og byrjuðu svo saman aftur Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér "pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. 8. september 2017 12:30 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Carpool Karaoke: Miley var mjög skökk á kúlunni frægu Tónlistarkonan Miley Cyrus skellti sér á rúntinn með James Corden á dögunum. 11. október 2017 12:36
Sjáðu Miley Cyrus taka kántríútgáfu af See You Again Cyrus sem er dóttir kántrísöngvarans þekkta Billy Ray Cyrus er kannski ekki þekkt fyrir framlag sitt til kántrítónlistar en ljóst er að hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Á dögunum tók hún upp kántríútgáfu af laginu See You Again og hefur fengið mikið lof fyrir flutninginn. 17. september 2017 12:02
Þekkt pör sem hættu saman og byrjuðu svo saman aftur Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér "pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. 8. september 2017 12:30