„Ég á ekki að skammast mín“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2018 14:30 Miley Cyrus og unnusti hennar, Liam Hemsworth, í Óskarssamkvæmi þann 4. mars síðastliðinn. Vanity Fair, tímaritið sem birti hina umdeildu ljósmynd, stóð að samkvæminu. Vísir/Getty Bandaríska söngkonan Miley Cyrus vakti nokkra athygli í vikunni fyrir að afturkalla afsökunarbeiðni sem hún gaf út árið árið 2008 vegna umdeildrar ljósmyndar. Cyrus útskýrði afstöðu sína enn frekar í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live á þriðjudagskvöld og ítrekaði að hún ætti ekki að þurfa að skammast sín fyrir myndina. Ljósmyndin umtalaða, sem tekin var af hinum heimsfræga ljósmyndara Annie Leibovitz, birtist í tímaritinu Vanity Fair árið 2008. Myndin var gríðarlega umdeild á sínum tíma en á henni sést Cyrus, sem þá var 15 ára, með bert bak og þótti mörgum umgjörðin allt of kynferðisleg. Í kjölfarið gaf Cyrus út afsökunarbeiðni þar sem hún sagðist skammast sín fyrir þátttöku sína í myndatökunni, sem hefði átt að vera „listræn.“ Nú hefur Cyrus hins vegar dregið afsökunarbeiðnina til baka en hún birti tíst þess efnis á Twitter-reikningi sínum í vikunni.IM NOT SORRY Fuck YOU #10yearsagopic.twitter.com/YTJmPHKwLX — Miley Ray Cyrus (@MileyCyrus) April 29, 2018 Hún skýrði nánar frá þessu í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í gærkvöldi. „Einhverjum fannst að mér hefði orðið á í messunni en mér finnst óréttlátt að fólk bregðist þannig við og segi þetta mína skömm, og að ég eigi að skammast mín,“ sagði Cyrus. Þá bætti Cyrus við að á sínum tíma hafi hún viljað stöðva umfjöllun um málið og að hún hafi einnig verið að átta sig á því hvað fælist í því að vera fyrirmynd. Árið 2008, þegar myndin var tekin, var Cyrus á hátindi ferils síns sem stjarna barna- og unglingaþáttanna Hannah Montana. Cyrus þvertók einnig fyrir að kynferðislegt yfirbragð hefði verið á myndatökunni. „Það var ekkert kynferðislegt við þetta á tökustað og það var eitrað hugarfar annarra sem breytti þessu í eitthvað sem það átti aldrei að vera. Þannig að í raun á ég ekki að skammast mín, heldur þau,“ sagði Cyrus en viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Tengdar fréttir Carpool Karaoke: Miley var mjög skökk á kúlunni frægu Tónlistarkonan Miley Cyrus skellti sér á rúntinn með James Corden á dögunum. 11. október 2017 12:36 Sjáðu Miley Cyrus taka kántríútgáfu af See You Again Cyrus sem er dóttir kántrísöngvarans þekkta Billy Ray Cyrus er kannski ekki þekkt fyrir framlag sitt til kántrítónlistar en ljóst er að hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Á dögunum tók hún upp kántríútgáfu af laginu See You Again og hefur fengið mikið lof fyrir flutninginn. 17. september 2017 12:02 Þekkt pör sem hættu saman og byrjuðu svo saman aftur Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér "pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. 8. september 2017 12:30 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Bandaríska söngkonan Miley Cyrus vakti nokkra athygli í vikunni fyrir að afturkalla afsökunarbeiðni sem hún gaf út árið árið 2008 vegna umdeildrar ljósmyndar. Cyrus útskýrði afstöðu sína enn frekar í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live á þriðjudagskvöld og ítrekaði að hún ætti ekki að þurfa að skammast sín fyrir myndina. Ljósmyndin umtalaða, sem tekin var af hinum heimsfræga ljósmyndara Annie Leibovitz, birtist í tímaritinu Vanity Fair árið 2008. Myndin var gríðarlega umdeild á sínum tíma en á henni sést Cyrus, sem þá var 15 ára, með bert bak og þótti mörgum umgjörðin allt of kynferðisleg. Í kjölfarið gaf Cyrus út afsökunarbeiðni þar sem hún sagðist skammast sín fyrir þátttöku sína í myndatökunni, sem hefði átt að vera „listræn.“ Nú hefur Cyrus hins vegar dregið afsökunarbeiðnina til baka en hún birti tíst þess efnis á Twitter-reikningi sínum í vikunni.IM NOT SORRY Fuck YOU #10yearsagopic.twitter.com/YTJmPHKwLX — Miley Ray Cyrus (@MileyCyrus) April 29, 2018 Hún skýrði nánar frá þessu í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í gærkvöldi. „Einhverjum fannst að mér hefði orðið á í messunni en mér finnst óréttlátt að fólk bregðist þannig við og segi þetta mína skömm, og að ég eigi að skammast mín,“ sagði Cyrus. Þá bætti Cyrus við að á sínum tíma hafi hún viljað stöðva umfjöllun um málið og að hún hafi einnig verið að átta sig á því hvað fælist í því að vera fyrirmynd. Árið 2008, þegar myndin var tekin, var Cyrus á hátindi ferils síns sem stjarna barna- og unglingaþáttanna Hannah Montana. Cyrus þvertók einnig fyrir að kynferðislegt yfirbragð hefði verið á myndatökunni. „Það var ekkert kynferðislegt við þetta á tökustað og það var eitrað hugarfar annarra sem breytti þessu í eitthvað sem það átti aldrei að vera. Þannig að í raun á ég ekki að skammast mín, heldur þau,“ sagði Cyrus en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.
Tengdar fréttir Carpool Karaoke: Miley var mjög skökk á kúlunni frægu Tónlistarkonan Miley Cyrus skellti sér á rúntinn með James Corden á dögunum. 11. október 2017 12:36 Sjáðu Miley Cyrus taka kántríútgáfu af See You Again Cyrus sem er dóttir kántrísöngvarans þekkta Billy Ray Cyrus er kannski ekki þekkt fyrir framlag sitt til kántrítónlistar en ljóst er að hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Á dögunum tók hún upp kántríútgáfu af laginu See You Again og hefur fengið mikið lof fyrir flutninginn. 17. september 2017 12:02 Þekkt pör sem hættu saman og byrjuðu svo saman aftur Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér "pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. 8. september 2017 12:30 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Carpool Karaoke: Miley var mjög skökk á kúlunni frægu Tónlistarkonan Miley Cyrus skellti sér á rúntinn með James Corden á dögunum. 11. október 2017 12:36
Sjáðu Miley Cyrus taka kántríútgáfu af See You Again Cyrus sem er dóttir kántrísöngvarans þekkta Billy Ray Cyrus er kannski ekki þekkt fyrir framlag sitt til kántrítónlistar en ljóst er að hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Á dögunum tók hún upp kántríútgáfu af laginu See You Again og hefur fengið mikið lof fyrir flutninginn. 17. september 2017 12:02
Þekkt pör sem hættu saman og byrjuðu svo saman aftur Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér "pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. 8. september 2017 12:30