Ríki og sveitarfélög vinni betur saman í málefnum utangarðsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:30 Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór. Húsnæðismál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi einstaklinga sem taldist utangarðs og/eða heimilislausir í Reykjavík 179 talsins en sú tala var komin upp í 349 einstaklinga árið 2017. Forstöðumaður, gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir það hag ríkis og sveitarfélaga að vinna saman að lausn þessara mála. Samkvæmt fréttum okkar í síðustu viku hefur umboðsmanni Alþingis borist fjölmargar kvartanir vegna þess að sveitarfélög vanrækja það verkefni að veita heimilislausum einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum. Samkvæmt Reykjavíkurborg hefur utangarðs og/eða heimilislausu fólki fjölgað um 95 prósent á síðustu fimm árum. Velferðarvaktinni sendi frá sér tillögur að úrlausn í mars á þessu ári og þar kemur meðal annars fram að koma þurfi upp dagsdvöl fyrir utangarðsfólk sem er opið allan daginn. Bæta þurfi aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Einnig er óskað eftir að heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setji af stað formlegan starfshóp þar sem fjallað verði um ofangreindar aðgerðir með því markmiði að aðstæður utangarðsfólks verði bættar. Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlis fyrir heimilislausa karlmenn, segir enga eina skýringu á þessari miklu aukningu. „Húsnæðisvandi hefur farið vaxandi á þessum tíma. Sá hópur sem hér um ræðir er sá hópur sem fyrst missir húsnæði sem það hefur haft og síðasti hópurinn sem fær húsnæði þegar um hægist.” Hann segir að húsnæðisleysi valdi aukningu á vanda og flækjustigum þessara einstaklinga og meira álagi á heilbrigðiskerfið, fangelsin og félagslega kerfið. „Akkilesarhællinn er sá að togstreita er um að hvar málin liggja. Á ríkið að greiða eða á borgin að greiða. Þar sem verið er að vinna mjög faglega að málum, eins og til dæmis Finnar gera, þar kemur ríkið inn með verulegan þátt í þjónustu við utangarðsfólks á félagslegum grunni. Það er hagur ríkisins að vel gangi í félagslega þættinum til þess að draga úr innlögnum og öðru álagi á ríkisstofnanir,” segir Þór.
Húsnæðismál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira