Lífið

Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lygileg atburðarrás í umræddu myndskeiði.
Lygileg atburðarrás í umræddu myndskeiði.
Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl.

Í nýju stiklunni bregður Cohen fyrir í líki hins ísraelska Erran Morad ofursta og ræðir meðal annars við stjórnmálamanninn umdeilda Jason Spencer.

Í myndbrotinu má sjá hvernig ofurstinn kennir Spencer að nota sjálfustöng til að aðgreina manneskju í búrku frá hryðjuverkamanni og einnig hvernig ISIS-liðar hræðast samkynhneigða karlmenn.

Spencer gengur það langt í myndbandinu að girða niður um sig og bakkar með bert rassgatið í áttina að Erran Morad.

Óborganlegt myndband sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.