Lífið

Fékk þekktan stjórnmálamann til að afklæða sig í þeim tilgangi að hræða ISIS-liða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lygileg atburðarrás í umræddu myndskeiði.
Lygileg atburðarrás í umræddu myndskeiði.

Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl.

Í nýju stiklunni bregður Cohen fyrir í líki hins ísraelska Erran Morad ofursta og ræðir meðal annars við stjórnmálamanninn umdeilda Jason Spencer.

Í myndbrotinu má sjá hvernig ofurstinn kennir Spencer að nota sjálfustöng til að aðgreina manneskju í búrku frá hryðjuverkamanni og einnig hvernig ISIS-liðar hræðast samkynhneigða karlmenn.

Spencer gengur það langt í myndbandinu að girða niður um sig og bakkar með bert rassgatið í áttina að Erran Morad.

Óborganlegt myndband sem sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.