Lífið

Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Axl rokkar á Laugardalsvellinum í kvöld.
Axl rokkar á Laugardalsvellinum í kvöld. vísir/getty

Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum.

Aldrei hafa fleiri gestir mætt á Laugardalsvöllinn. Axl Rose, söngvari sveitarinnar er í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag og kemur þar í ljós að kappinn er mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur.

„Ég held að Björk sé ein sú allra þekktasta og ég er mikill aðdáandi hennar,“ segir Axl í viðtalinu.

Opnað verður fyrir tónleikagesti klukkan 16:30 í dag og er búist við því að Guns N´Roses stígi á sviðið um klukkan átta.


Tengdar fréttir

Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna

Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur.

Áhorfendametið nú þegar fallið

Annað kvöld kemur rokksveitin Guns N´Roses fram á Laugardalsvelli og hafa tónleikahaldarar leyfi fyrir 26.900 miðum en nú þegar er búið að selja vel yfir 23 þúsund miða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.