Áfram í farbanni eftir að hafa valdið fjöldaárekstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 12:15 Frá vettvangi í júní síðastliðnum. vísir/baldur Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29
Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent