Innlent

Von á 24 stiga hita á morgun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Borgarbúar nýttu sólina vel í gær.
Borgarbúar nýttu sólina vel í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Dagurinn í gær var sá hlýjasti á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og var veður gott víðast hvar á landinu. Úrkomulítið og í hlýrra lagi.

Spáin í dag er öllu votari. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður norðaustanátt á höfuðborgarsvæðinu í dag og talsverð rigning um tíma víðs vegar á landinu. Þó styttir upp þegar líða tekur á kvöldið. Allt að sextán gráða hiti á höfuðborgarsvæðinu og átján á Austfjörðum.

Á sunnudag geta margir svo tekið gleði sína á ný. Er þá spáð allt að 24 gráðum og sól á höfuðborgarsvæðinu, 24 gráðum á Suðurlandi sömuleiðis, tuttugu á sunnanverðum Vestfjörðum og nítján á Akureyri. Þá er spáð rigningu á Austurlandi.

Þessi miklu hlýindi vara þó ekki lengi samkvæmt spánni en á mánudaginn er spáð allt að sextán gráðum og skýjuðu á höfuðborgarsvæðinu, svalara verður annars staðar og rigning á norðanverðu landinu.

Mikil spenna var í Noregi í gær en líkur voru taldar á því að 48 ára gamalt hitamet yrði slegið. Sú varð ekki raunin og mældist hitinn hæstur 34,6 gráður í Blindern í Ósló. Metið var sett í Nesbyen, 35,6 gráður. Til samanburðar er íslenska hitametið 30,5 gráður. Það mældist á Teigarhorni árið 1939. – þeaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.