Ellefu ára píanósnillingur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. júlí 2018 06:00 "Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir,“ segir Ásta. Fréttablaðið/Þórsteinn Hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir leikur píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn á lokatónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu laugardaginn 14. júlí klukkan 17.00. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í píanóleik og unnið til verðlauna í píanókeppnum í Póllandi, Englandi og Belgíu. Ásta byrjaði tæplega fimm ára gömul að læra á píanó. „Pabbi minn setti mig í tónlistarskóla til að prófa og þegar ég fór í píanónám elskaði ég píanó,“ segir hún. „Ég er ekki mikið að leika mér með dúkkur, ef ég kæmi á stað þar sem væru dúkkur og píanó myndi ég ganga að píanóinu.“Ekki mikið stress Ásta, sem hefur stundað nám hjá Kristni Erni Kristinssyni í Allegro Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, hefur þessa dagana sótt námskeið hjá Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir. Um daginn kom ég heim klukkan hálf átta eftir námskeið í Hörpu og fór að æfa mig og klukkan var næstum tíu þegar ég var búin,“ segir hún. Hún er vön því að spila opinberlega og segist ekki finna mikið fyrir stressi. „Ég er kannski smástressuð þegar ég er að byrja að spila en þegar ég er komin inn í lagið þá er ég búin að venjast því og er ekki lengur stressuð,“ segir hún. Spilað fyrir forsetann Hún spilaði á Bessastöðum í tengslum við alþjóðlega EPTA-ráðstefnu sem haldin var hér á landi í september 2016 og meðal áheyrenda voru, auk forseta Íslands, margir erlendir píanókennarar. „Það var bara gaman. Ég spilaði nokturnu eftir Chopin. Þegar ég fór að píanóinu var fólk að horfa á mig og ég var aðeins stressuð af því það eru erfiðir tónstigar í laginu og ég þurfti að spila mjög hátt. Ég náði því alveg og gerði eiginlega engin mistök. Ég var mjög glöð því ég vissi að ég spilaði vel og það var það sem mig langaði til að gera.“ Hún spilaði einnig á hundrað ára afmæli Viðskiptaráðs í Háskólabíói þar sem áheyrendur voru 800 og forsetinn var meðal gesta. „Hann kom til mín og sagði: Ég man eftir þér. Ég var mjög hissa að hann skyldi muna eftir mér,“ segir Ásta. Engar sérstakar fyrirmyndir Hún segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í píanóheiminum: „Ég elska að hlusta á góða píanóleikara en ég er ekki mikið að líta upp til þeirra.“ Uppáhaldsverkin eru svo breytileg hverju sinni: „Á síðasta ári þurfti ég að spila Schumann-kvintett og ég elskaði það og sagði að það væri uppáhaldsverkið mitt. Núna er ég að æfa sónötu eftir Grieg og sagði: Þetta er uppáhaldsverkið mitt.“ Spurð um uppáhaldstónskáld segir hún: „Þetta er erfitt. Má ég segja þrjá?“ Það má hún að sjálfsögðu og nefnir þá Grieg, Chopin og Mendelssohn.Píanókonsertinn sem Ásta Dóra ætlar að spila má heyra hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir leikur píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn á lokatónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu laugardaginn 14. júlí klukkan 17.00. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í píanóleik og unnið til verðlauna í píanókeppnum í Póllandi, Englandi og Belgíu. Ásta byrjaði tæplega fimm ára gömul að læra á píanó. „Pabbi minn setti mig í tónlistarskóla til að prófa og þegar ég fór í píanónám elskaði ég píanó,“ segir hún. „Ég er ekki mikið að leika mér með dúkkur, ef ég kæmi á stað þar sem væru dúkkur og píanó myndi ég ganga að píanóinu.“Ekki mikið stress Ásta, sem hefur stundað nám hjá Kristni Erni Kristinssyni í Allegro Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, hefur þessa dagana sótt námskeið hjá Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir. Um daginn kom ég heim klukkan hálf átta eftir námskeið í Hörpu og fór að æfa mig og klukkan var næstum tíu þegar ég var búin,“ segir hún. Hún er vön því að spila opinberlega og segist ekki finna mikið fyrir stressi. „Ég er kannski smástressuð þegar ég er að byrja að spila en þegar ég er komin inn í lagið þá er ég búin að venjast því og er ekki lengur stressuð,“ segir hún. Spilað fyrir forsetann Hún spilaði á Bessastöðum í tengslum við alþjóðlega EPTA-ráðstefnu sem haldin var hér á landi í september 2016 og meðal áheyrenda voru, auk forseta Íslands, margir erlendir píanókennarar. „Það var bara gaman. Ég spilaði nokturnu eftir Chopin. Þegar ég fór að píanóinu var fólk að horfa á mig og ég var aðeins stressuð af því það eru erfiðir tónstigar í laginu og ég þurfti að spila mjög hátt. Ég náði því alveg og gerði eiginlega engin mistök. Ég var mjög glöð því ég vissi að ég spilaði vel og það var það sem mig langaði til að gera.“ Hún spilaði einnig á hundrað ára afmæli Viðskiptaráðs í Háskólabíói þar sem áheyrendur voru 800 og forsetinn var meðal gesta. „Hann kom til mín og sagði: Ég man eftir þér. Ég var mjög hissa að hann skyldi muna eftir mér,“ segir Ásta. Engar sérstakar fyrirmyndir Hún segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í píanóheiminum: „Ég elska að hlusta á góða píanóleikara en ég er ekki mikið að líta upp til þeirra.“ Uppáhaldsverkin eru svo breytileg hverju sinni: „Á síðasta ári þurfti ég að spila Schumann-kvintett og ég elskaði það og sagði að það væri uppáhaldsverkið mitt. Núna er ég að æfa sónötu eftir Grieg og sagði: Þetta er uppáhaldsverkið mitt.“ Spurð um uppáhaldstónskáld segir hún: „Þetta er erfitt. Má ég segja þrjá?“ Það má hún að sjálfsögðu og nefnir þá Grieg, Chopin og Mendelssohn.Píanókonsertinn sem Ásta Dóra ætlar að spila má heyra hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira