Innlent

Ljósmæður og ríkið funda í dag

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. Vísir/eyþór

Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. Unnið hefur verið að tillögum að breyttu vinnufyrirkomulagi ljósmæðra til að liðka fyrir viðræðum. Sú útfærsla verður kynnt ljósmæðrum í dag.

Síðasti fundur í kjaradeilunni var á fimmtudaginn í síðustu viku, en þá kom hópur fólks saman fyrir framan skrifstofu Ríkissáttasemjara til að sýna ljósmæðrum samstöðu í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum.


Tengdar fréttir

Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun

Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar.

Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast

Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.