Innlent

Nítján sóttu um starf bæjarstjóra

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Sandgerðisbæ.
Frá Sandgerðisbæ. Vísir/Stefán
Alls sóttu nítján um starf bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Fjórir drógu umsókn sína til baka en á meðal umsækjenda eru fyrrverandi framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, sveitarstjóri og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn sameinaða sveitarfélagsins vinnur úr umsóknum í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Hagvang en nöfn þeirra sem sóttu um og drógu umsókn sína ekki til baka eru hér fyrir neðan:

  • Anna Gréta Ólafsdóttir, sérfræðingur
  • Ármann Johannesson, ráðgjafi
  • Baldur Þ. Guðmundsson, sjálfstætt starfandi
  • Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri
  • Björn Ingi Knútsson, ráðgjafi
  • Eysteinn Jónsson, sérfræðingur
  • Gunnólfur Lárusson, rekstrar- og verkefnastjóri
  • Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi
  • Kikka Kristlaug María Sigurðardóttir, kosningastjóri
  • Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
  • Ólafur Örn Ólafsson, áhafnastjóri
  • Özur Lárusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
  • Rakel G. Brandt, M.Sc
  • Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×