Innlent

Miklar tafir á þjóðvegi 1 við Núpsvötn vegna umferðaróhapps

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Miklar tafir hafa orðið á þjóðvegi 1 vegna umferðaróhappsins. Á myndinni sést Lómagnúpur í baksýn.
Miklar tafir hafa orðið á þjóðvegi 1 vegna umferðaróhappsins. Á myndinni sést Lómagnúpur í baksýn. Vísir

Umferðaróhapp varð á brúnni við Núpsvötn á Suðurlandi í kvöld. Verið er að vinna að því að koma ökutækjum af vettvangi og er áætlað að lokunum verði aflétt um klukkan korter í ellefu.

Miklar tafir hafa orðið á þjóðvegi 1 vegna umferðaróhappsins. Viðmælandi fréttastofu hafði setið í bílnum sínum í bílaröð í rúma klukkustund og sífellt bætist í röðina.

Engin slys urðu á fólki samkvæmt Styrmi Sigurðarsyni, yfirmanni sjúkraflutninga á Suðurlandi. Að sögn viðmælanda Vísis rákust saman fólksbíll og sendiferðabíll sem áttu leið um einbreiða brú yfir Núpsvötn á Skeiðarársandi.

Uppfært kl. 22:46: Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.