„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 19:00 Frá samstöðufundi fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í gær. Vísir/Hrund Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. Líkt og kunnugt er orðið skilaði samningafundur ljósmæðra og ríkisins í gær engum árangri. Að óbreyttu mun ríkissáttasemjari boða til fundar í byrjun þarnæstu viku. „Það er því miður bara sama staðan og var uppi í gær, stál í stál ef við getum orðað það þannig,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég mun boða fund innan hálfs mánaðar, að öllum líkindum í byrjun næstu viku ef að ekkert hefur breyst í millitíðinni.“ Fáir möguleikar virðist vera í stöðunni en lögum samkvæmt getur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu hvenær sem er í samningaferlinu að höfðu samráði við samninganefndir. „Það eru hins vegar ekki uppi þær aðstæður núna sýnist mér að hægt sé að beita því úrræði einfaldlega vegna þess að það ber svo langt í milli aðila ennþá. Þannig að efni þeirrar miðlunartillögu er mjög ólíklega til þess fallið að það myndi leysa deiluna,“ segir Bryndís. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.Vísir/skjáskotHún hafi bent deiluaðilum á að þetta úrræði sé til staðar en segir ólíklegt að beiting þess beri árangur á þessu stigi. „Ef við myndum vera nálægt því sem ljósmæður gera kröfu um þá er mjög líklegt að fjármálaráðherra eða samninganefnd ríkisins myndu fella tillöguna og ef við værum mjög nálægt því sem að samninganefnd ríkisins vill leggja í samninginn þá geri ég ráð fyrir að ljósmæður myndu fella hana.“Ráðherra tilbúinn að liðka fyrir Ljósmæður fara í heildina fram á 17-18% launahækkun en í því felst meðal annars krafa um 170 milljóna króna framlag frá ráðuneyti sem deilast myndi niður á níu heilbrigðisstofnanir og þaðan á allar ljósmæður sem starfa hjá ríkinu samkvæmt kjarasamningi. Aðspurð kveðst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra reiðubúin að liðka fyrir á seinni stigum. „Samninganefnd ríkisins fer með umboðið fyrir hönd ríkisins. En það sem ég hef sagt er það að ég er tilbúin að koma að borðinu þegar samningar eru að nást til þess að liðka fyrir og það hef ég gert einu sinni með 60 milljónum og það er ég tilbúin að gera aftur þegar að samningar eru að nást. En ég er ekki aðili að samningunum sem slíkum þannig að ég kem ekki með stórar eða smáar summur inn að samningaborðinu vegna þess að ég á þar ekki sæti,“ segir Svandís. Þá komi ekki til greina að svo stöddu ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. „Mér finnst það ótímabært að ræða það ennþá og mér finnst að aðilar eigi að reyna í lengstu lög að ná saman og ég er þeirrar skoðunar alveg jafn mikið í dag og ég var í gær,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Tengdar fréttir „Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45 Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. Líkt og kunnugt er orðið skilaði samningafundur ljósmæðra og ríkisins í gær engum árangri. Að óbreyttu mun ríkissáttasemjari boða til fundar í byrjun þarnæstu viku. „Það er því miður bara sama staðan og var uppi í gær, stál í stál ef við getum orðað það þannig,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég mun boða fund innan hálfs mánaðar, að öllum líkindum í byrjun næstu viku ef að ekkert hefur breyst í millitíðinni.“ Fáir möguleikar virðist vera í stöðunni en lögum samkvæmt getur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu hvenær sem er í samningaferlinu að höfðu samráði við samninganefndir. „Það eru hins vegar ekki uppi þær aðstæður núna sýnist mér að hægt sé að beita því úrræði einfaldlega vegna þess að það ber svo langt í milli aðila ennþá. Þannig að efni þeirrar miðlunartillögu er mjög ólíklega til þess fallið að það myndi leysa deiluna,“ segir Bryndís. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.Vísir/skjáskotHún hafi bent deiluaðilum á að þetta úrræði sé til staðar en segir ólíklegt að beiting þess beri árangur á þessu stigi. „Ef við myndum vera nálægt því sem ljósmæður gera kröfu um þá er mjög líklegt að fjármálaráðherra eða samninganefnd ríkisins myndu fella tillöguna og ef við værum mjög nálægt því sem að samninganefnd ríkisins vill leggja í samninginn þá geri ég ráð fyrir að ljósmæður myndu fella hana.“Ráðherra tilbúinn að liðka fyrir Ljósmæður fara í heildina fram á 17-18% launahækkun en í því felst meðal annars krafa um 170 milljóna króna framlag frá ráðuneyti sem deilast myndi niður á níu heilbrigðisstofnanir og þaðan á allar ljósmæður sem starfa hjá ríkinu samkvæmt kjarasamningi. Aðspurð kveðst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra reiðubúin að liðka fyrir á seinni stigum. „Samninganefnd ríkisins fer með umboðið fyrir hönd ríkisins. En það sem ég hef sagt er það að ég er tilbúin að koma að borðinu þegar samningar eru að nást til þess að liðka fyrir og það hef ég gert einu sinni með 60 milljónum og það er ég tilbúin að gera aftur þegar að samningar eru að nást. En ég er ekki aðili að samningunum sem slíkum þannig að ég kem ekki með stórar eða smáar summur inn að samningaborðinu vegna þess að ég á þar ekki sæti,“ segir Svandís. Þá komi ekki til greina að svo stöddu ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. „Mér finnst það ótímabært að ræða það ennþá og mér finnst að aðilar eigi að reyna í lengstu lög að ná saman og ég er þeirrar skoðunar alveg jafn mikið í dag og ég var í gær,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm
Tengdar fréttir „Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45 Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
„Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent