„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 19:00 Frá samstöðufundi fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í gær. Vísir/Hrund Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. Líkt og kunnugt er orðið skilaði samningafundur ljósmæðra og ríkisins í gær engum árangri. Að óbreyttu mun ríkissáttasemjari boða til fundar í byrjun þarnæstu viku. „Það er því miður bara sama staðan og var uppi í gær, stál í stál ef við getum orðað það þannig,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég mun boða fund innan hálfs mánaðar, að öllum líkindum í byrjun næstu viku ef að ekkert hefur breyst í millitíðinni.“ Fáir möguleikar virðist vera í stöðunni en lögum samkvæmt getur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu hvenær sem er í samningaferlinu að höfðu samráði við samninganefndir. „Það eru hins vegar ekki uppi þær aðstæður núna sýnist mér að hægt sé að beita því úrræði einfaldlega vegna þess að það ber svo langt í milli aðila ennþá. Þannig að efni þeirrar miðlunartillögu er mjög ólíklega til þess fallið að það myndi leysa deiluna,“ segir Bryndís. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.Vísir/skjáskotHún hafi bent deiluaðilum á að þetta úrræði sé til staðar en segir ólíklegt að beiting þess beri árangur á þessu stigi. „Ef við myndum vera nálægt því sem ljósmæður gera kröfu um þá er mjög líklegt að fjármálaráðherra eða samninganefnd ríkisins myndu fella tillöguna og ef við værum mjög nálægt því sem að samninganefnd ríkisins vill leggja í samninginn þá geri ég ráð fyrir að ljósmæður myndu fella hana.“Ráðherra tilbúinn að liðka fyrir Ljósmæður fara í heildina fram á 17-18% launahækkun en í því felst meðal annars krafa um 170 milljóna króna framlag frá ráðuneyti sem deilast myndi niður á níu heilbrigðisstofnanir og þaðan á allar ljósmæður sem starfa hjá ríkinu samkvæmt kjarasamningi. Aðspurð kveðst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra reiðubúin að liðka fyrir á seinni stigum. „Samninganefnd ríkisins fer með umboðið fyrir hönd ríkisins. En það sem ég hef sagt er það að ég er tilbúin að koma að borðinu þegar samningar eru að nást til þess að liðka fyrir og það hef ég gert einu sinni með 60 milljónum og það er ég tilbúin að gera aftur þegar að samningar eru að nást. En ég er ekki aðili að samningunum sem slíkum þannig að ég kem ekki með stórar eða smáar summur inn að samningaborðinu vegna þess að ég á þar ekki sæti,“ segir Svandís. Þá komi ekki til greina að svo stöddu ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. „Mér finnst það ótímabært að ræða það ennþá og mér finnst að aðilar eigi að reyna í lengstu lög að ná saman og ég er þeirrar skoðunar alveg jafn mikið í dag og ég var í gær,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Tengdar fréttir „Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45 Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. Líkt og kunnugt er orðið skilaði samningafundur ljósmæðra og ríkisins í gær engum árangri. Að óbreyttu mun ríkissáttasemjari boða til fundar í byrjun þarnæstu viku. „Það er því miður bara sama staðan og var uppi í gær, stál í stál ef við getum orðað það þannig,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég mun boða fund innan hálfs mánaðar, að öllum líkindum í byrjun næstu viku ef að ekkert hefur breyst í millitíðinni.“ Fáir möguleikar virðist vera í stöðunni en lögum samkvæmt getur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu hvenær sem er í samningaferlinu að höfðu samráði við samninganefndir. „Það eru hins vegar ekki uppi þær aðstæður núna sýnist mér að hægt sé að beita því úrræði einfaldlega vegna þess að það ber svo langt í milli aðila ennþá. Þannig að efni þeirrar miðlunartillögu er mjög ólíklega til þess fallið að það myndi leysa deiluna,“ segir Bryndís. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.Vísir/skjáskotHún hafi bent deiluaðilum á að þetta úrræði sé til staðar en segir ólíklegt að beiting þess beri árangur á þessu stigi. „Ef við myndum vera nálægt því sem ljósmæður gera kröfu um þá er mjög líklegt að fjármálaráðherra eða samninganefnd ríkisins myndu fella tillöguna og ef við værum mjög nálægt því sem að samninganefnd ríkisins vill leggja í samninginn þá geri ég ráð fyrir að ljósmæður myndu fella hana.“Ráðherra tilbúinn að liðka fyrir Ljósmæður fara í heildina fram á 17-18% launahækkun en í því felst meðal annars krafa um 170 milljóna króna framlag frá ráðuneyti sem deilast myndi niður á níu heilbrigðisstofnanir og þaðan á allar ljósmæður sem starfa hjá ríkinu samkvæmt kjarasamningi. Aðspurð kveðst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra reiðubúin að liðka fyrir á seinni stigum. „Samninganefnd ríkisins fer með umboðið fyrir hönd ríkisins. En það sem ég hef sagt er það að ég er tilbúin að koma að borðinu þegar samningar eru að nást til þess að liðka fyrir og það hef ég gert einu sinni með 60 milljónum og það er ég tilbúin að gera aftur þegar að samningar eru að nást. En ég er ekki aðili að samningunum sem slíkum þannig að ég kem ekki með stórar eða smáar summur inn að samningaborðinu vegna þess að ég á þar ekki sæti,“ segir Svandís. Þá komi ekki til greina að svo stöddu ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. „Mér finnst það ótímabært að ræða það ennþá og mér finnst að aðilar eigi að reyna í lengstu lög að ná saman og ég er þeirrar skoðunar alveg jafn mikið í dag og ég var í gær,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm
Tengdar fréttir „Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45 Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
„Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45