Innlent

Löngu tímabært að endurskipuleggja lífeyrissjóðakerfið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Gunnar Tómasson, hagfræðingur, segir löngu tímabært að kerfið verði tekið í gegn.
Gunnar Tómasson, hagfræðingur, segir löngu tímabært að kerfið verði tekið í gegn. Skjáskot úr frétt

Hagfræðingur segir að víða sé pottur brotinn í lífeyrissjóðakerfinu. Löngu tímabært sé að endurskipuleggja kerfið og veita almenningi reglulega upplýsingar um stöðu sjóða.

Vísir hefur fjallað um að allt að sexfaldur munur sé á ávöxtun lífeyrissjóða sem gæti þýtt allt að 150 prósenta munur á ellilífeyrisgreiðslum.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn segist hafa hlotið 16 verðlaun frá árinu 2005 fyrir að vera besti eða næstbesti evrópski lífeyrissjóðurinn af sinni stærðagráðu hér á landi. Af gögnum sem fréttastofa keypti er varðar alla íslenska skyldulífeyrissjóði síðustu tvo áratugi kemur fram að frjálsi lífeyrissjóðurinn sé með eina lökustu ávöxtunina, sem nemur 2,41 prósentum og er því í 21 sæti af 27.

Þá hefur það komið fram í svörum Frjálsa lífeyrissjóðsins að ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaununum. Þá skal það tekið fram að umræddur lífeyrissjóður hefur auglýst verlaunin í öllu sínu markaðsefni.

Gunnar Tómasson, hagfræðingur segir löngu tímabært að kerfið verði tekið í gegn.

„Það er löngu tímabært að við tökum þetta kerfi algjörlega til endurskoðunar og hættum þessum feluleik um þá sjóði sem eru góðir og þá sem eru slæmir. Þessar upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi svo hægt sé að ræða opinskátt um þessi mál, byggt á staðreyndum. Víða í nágrannalöndum okkar liggja þessar upplýsingar fyrir á mánaðarfresti. Almenningur getur séð ávöxtun lífeyrissjóða sinna, segir Gunnar“


Tengdar fréttir

Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum

Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili.

Réttindi launafólks til séreignarsparnaðar aukast verulega

Lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði í séreignarsparnaði aukast um 1,5 prósentustig nú um mánaðamótin. Eftir það getur launafólk ráðstafað 3,5 prósentustigum launa sinna í svo kallaða tiltekna séreign sem er til viðbótar við hefðbundinn séreignarsparnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.