Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:22 Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. Tillögurnar verða teknar til fyrri umræðu á aukafundi á Alþingi á þriðjudag í næstu viku en síðan afgreiddar í síðari umræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum á miðvikudag, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland hlaut fullveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn allra flokka á þingi leggja tillöguna fram og þeir muni allir mæla fyrir málunum. Barnamenningarsjóðurinn muni fá hundrað milljónir króna á fjárlögum næstu fimm árin. „Sem verði ætlað að styrkja verkefni á sviði menningar fyrir börn og menningar sem unnin er af börnum. Í þeirri tillögu er líka gert ráð fyrir aukinni lýðræðislegri þátttöku barna. Við erum að horfa á að hér verði haldið reglubundið barnaþing til að leita eftir sjónarmiðum barna og ungmenna um samfélagsmál og þau mál sem þau vilja láta sig varða,” segir Katrín Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins og við Íslendingar. Hafrannsóknarstofnun rekur í dag tvö rannsóknarskip en lengi hefur verið kallað eftir að keypt yrði nýtt skip. Það verða því örugglega margir sem fagna þingsályktun formanna allra flokka á Alþingi um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi. Skip Hafrannsóknarstofnunar eru Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og er Bjarni kominn mjög til ára sinna. „Og þar erum við ekki síst að horfa til þeirrar miklu breytinga sem við gætum verið að sjá á lífríki hafsins. Vegna loftlagsbreytinga, súrnun sjávar, aukinnar plastmengunar. Þannig að við teljum mikla þörf á að þar verði ráðist í átak.” Og hvenær er meiningin að þetta nýja skip bætist í flotann? „Það mun að minnsta kosti taka þrjú ár að ljúka við smíði þess. En þá er að minnsta kosti búið að taka ákvörðun um að setja það á dagskrá,” segir Katrín. Alþingi mun einnig í tilefni fullveldisafmælisins í næstu viku afgreiða tillögu forsætisráðherra um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira