Lífið

Katrín Tanja í herferð með Gigi Hadid og Gal Gadot

Sylvía Hall skrifar
Katrín Tanja er einn fremsti crossfit-íþróttamaður okkar Íslendinga.
Katrín Tanja er einn fremsti crossfit-íþróttamaður okkar Íslendinga. Skjáskot
Reebok hefur sett af stað nýja herferð þar sem Katrín Tanja Davíðsdóttir, ein stærsta stjarna Íslendinga í crossfit, er í einu af aðalhlutverkunum. 

Ásamt Katrínu Tönju eru heimsfrægar konur á borð við Gigi Hadid, Gal Gadot og Ariönu Grande einnig í herferðinni þar sem þær fagna sterkum konum sem hafa jákvæð áhrif á sig og umhverfi sitt.

Í myndbroti Katrínar Tönju talar hún um jafnréttið sem er innan crossfit-íþróttarinnar og bendir á að þar geri konur og karlar sömu hluti, fái sama sýningartíma og sömu verðlaun fyrir sigur. „Við getum gert allt sem þeir geta“, segir Katrín Tanja í lokin. 

Gigi Hadid segir að hún reyni eftir bestu getu að fara út fyrir þægindarammann og segir tilgang herferðarinnar vera að minna fólk á að enginn vaknar og líður eins og ofurhetju alla daga. Það sé því mikilvægt að finna hluti sem veita manni hamingju og innblástur.

Gal Gadot nýtir hins vegar tækifærið til þess að minna ungar stúlkur á að þær þurfi ekki að vera fullkomnar og eigi ekki að óttast það að gera mistök. Fólkið sem þorir að kýla á hlutina er fólkið sem breytir heiminum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.