Egill tapaði máli fyrir Mannréttindadómstólnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2018 08:17 Egill Einarsson í líkamsræktarsalnum. Vísir/GVA Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, tapaði í morgun máli gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Egill höfðaði meiðyrðamál gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur sem sakaði hann á Facebook um að vera nauðgari. Forsaga málsins er sú að átján ára stúlka tilkynnti lögreglu að Egill og unnusta hans hefðu nauðgað sér. Í janúar 2012 tilkynnti önnur kona til lögreglu að Egill hefði brotið kynferðislega á sér nokkrum árum fyrr. Báðum málum var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hinu síðara 15. nóvember 2012 og viku síðar fór Egill í viðtal í Monitor, fylgirit Morgunblaðsins, þar sem hann ræddi ásakanirnar. Sagðist hann meðal annars frekar vilja fá heilahimnubólgu en að vera kærður fyrir nauðgun.Mikil reiði braust út vegna viðtalsins og var meðal annars stofnað til síðu á Facebook, „Gillz af forsíðunni - krefjum Monitor um afsökunarbeiðni“, þar sem birtingu þess var mótmælt. Þar lét Sunna umælin falla þar sem Egill var sakaður um að vera nauðgari. Egill stefndi Sunnu og vann málið bæði í héraði og Hæstarétti þar sem ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Hann var þó ekki fullkomlega sáttur við niðurstöðu dómsins en hann fékk ekki miskabætur eins og hann hafði krafist og sat uppi með að þurfa að greiða málskostnað. Mannréttindadómstóllinn taldi dómana í héraði og Hæstarétti ekki hafa brotið gegn Agli og dæmdi honum í óhag.Sunna Ben Guðrúnardóttir.Vísir/EyþórEkki sannað að ummælin hefðu verið gegn betri vitundÍ dómi Hæstaréttar sagði að það færi ekki á milli mála að Sunna hefði sakað Egil um nauðgun með því að skrifa að ekki væri um að ræða „árás á mann fyrir að segja eitthvað rangt, heldur fyrir að nauðga unglingsstúlku“ og gagnrýna mætti að „nauðgarar“ prýddu forsíður rita sem dreift væri um allan bæ. Hæstiréttur taldi þó ekki sannað að Sunna hefði sakað Egil um nauðgun gegn betri vitund, það er að hún hafi vitað að málin gegn honum hefðu verið felld niður. „Skilja verður málatilbúnað gagnáfrýjanda á þann veg að hún telji sig hafa haft ástæðu til að ætla, í ljósi þess hatursáróðurs sem hún kveður aðaláfrýjanda hafa staðið fyrir gegn ýmsum hópum, svo sem konum, að hann hafi gerst sekur um það brot gegn A sem hann hafði verið kærður fyrir,“ segir í dómsorðum Hæstaréttar.Forsíða Monitor í nóvember 2012 sem varð til þess að mótmælasíðu var komið á fót á Facebook þar sem Sunna lét ummælin falla.Þurfti ekki að birta dómsniðurstöðu í fjölmiðlum Egill krafðist einnar milljónar króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi Agli engar bætur. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði meðal annars, þegar útskýrt var hvers vegna Egill fengi ekki miskabætur, að ummælin hefðu aðeins birst á Facebook-síðunni „Gillz af forsíðunni - krefjum Monitor um afsökunarbeiðni.“ í bland við hundruð eða þúsund önnur ummæli. Þá hefðu þau verið fjarlægð þegar óskað var eftir því. Hæstiréttur klofnaði í málinu. Einn dómari taldi hann eiga rétt á 200 þúsund krónum auk málskostnaðar. Dómurinn féllst ekki á kröfu Egils að konan þyrfti að standa undir kostnaði við að birta dómsniðurstöðuna í íslenskum fjölmiðlum. Fór Egill með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og taldi að með dómi Hæstaréttar hefði íslenska ríkið brotið gegn sér, hvað varðaði rétt hans til friðhelgi einkalífs. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm sinn í morgun. Taldi dómurinn að íslenska ríkið hefði ekki brotið áttundu grein sáttmálans með dómi Hæstaréttar. Í ljósi þess að íslenskir dómstólar hefðu ekki að fullu tekið undir umkvörtunarefni Egils þá ætti hann ekki ótvíræðan rétt á að fá málskostnað greiddan frekar en miskabætur.Vann mál fyrir dómstólnum í nóvemberEgill vann í nóvember síðastliðnum mál gegn íslenska ríkinu fyrir dómstólnum. Þar komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hefði verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs. Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram síðu sinni af Agli og skrifað við hana „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“. Tengdar fréttir Ingi Kristján segir sárt að sitja undir ásökunum um nauðgun Kallaði Egil Einarsson nauðgaraómenni árið 2012 og situr nú undir sams konar ásökunum. 2. janúar 2018 15:15 Nauðgaraummæli um Egil Einarsson dæmd dauð og ómerk Sunna Ben Guðrúnardóttir er þó sýknuð af meiðyrðum og þarf ekki að greiða refsi- eða miskakröfur 18. desember 2014 19:13 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, tapaði í morgun máli gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Egill höfðaði meiðyrðamál gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur sem sakaði hann á Facebook um að vera nauðgari. Forsaga málsins er sú að átján ára stúlka tilkynnti lögreglu að Egill og unnusta hans hefðu nauðgað sér. Í janúar 2012 tilkynnti önnur kona til lögreglu að Egill hefði brotið kynferðislega á sér nokkrum árum fyrr. Báðum málum var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Hinu síðara 15. nóvember 2012 og viku síðar fór Egill í viðtal í Monitor, fylgirit Morgunblaðsins, þar sem hann ræddi ásakanirnar. Sagðist hann meðal annars frekar vilja fá heilahimnubólgu en að vera kærður fyrir nauðgun.Mikil reiði braust út vegna viðtalsins og var meðal annars stofnað til síðu á Facebook, „Gillz af forsíðunni - krefjum Monitor um afsökunarbeiðni“, þar sem birtingu þess var mótmælt. Þar lét Sunna umælin falla þar sem Egill var sakaður um að vera nauðgari. Egill stefndi Sunnu og vann málið bæði í héraði og Hæstarétti þar sem ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Hann var þó ekki fullkomlega sáttur við niðurstöðu dómsins en hann fékk ekki miskabætur eins og hann hafði krafist og sat uppi með að þurfa að greiða málskostnað. Mannréttindadómstóllinn taldi dómana í héraði og Hæstarétti ekki hafa brotið gegn Agli og dæmdi honum í óhag.Sunna Ben Guðrúnardóttir.Vísir/EyþórEkki sannað að ummælin hefðu verið gegn betri vitundÍ dómi Hæstaréttar sagði að það færi ekki á milli mála að Sunna hefði sakað Egil um nauðgun með því að skrifa að ekki væri um að ræða „árás á mann fyrir að segja eitthvað rangt, heldur fyrir að nauðga unglingsstúlku“ og gagnrýna mætti að „nauðgarar“ prýddu forsíður rita sem dreift væri um allan bæ. Hæstiréttur taldi þó ekki sannað að Sunna hefði sakað Egil um nauðgun gegn betri vitund, það er að hún hafi vitað að málin gegn honum hefðu verið felld niður. „Skilja verður málatilbúnað gagnáfrýjanda á þann veg að hún telji sig hafa haft ástæðu til að ætla, í ljósi þess hatursáróðurs sem hún kveður aðaláfrýjanda hafa staðið fyrir gegn ýmsum hópum, svo sem konum, að hann hafi gerst sekur um það brot gegn A sem hann hafði verið kærður fyrir,“ segir í dómsorðum Hæstaréttar.Forsíða Monitor í nóvember 2012 sem varð til þess að mótmælasíðu var komið á fót á Facebook þar sem Sunna lét ummælin falla.Þurfti ekki að birta dómsniðurstöðu í fjölmiðlum Egill krafðist einnar milljónar króna í miskabætur. Héraðsdómur dæmdi Agli engar bætur. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði meðal annars, þegar útskýrt var hvers vegna Egill fengi ekki miskabætur, að ummælin hefðu aðeins birst á Facebook-síðunni „Gillz af forsíðunni - krefjum Monitor um afsökunarbeiðni.“ í bland við hundruð eða þúsund önnur ummæli. Þá hefðu þau verið fjarlægð þegar óskað var eftir því. Hæstiréttur klofnaði í málinu. Einn dómari taldi hann eiga rétt á 200 þúsund krónum auk málskostnaðar. Dómurinn féllst ekki á kröfu Egils að konan þyrfti að standa undir kostnaði við að birta dómsniðurstöðuna í íslenskum fjölmiðlum. Fór Egill með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og taldi að með dómi Hæstaréttar hefði íslenska ríkið brotið gegn sér, hvað varðaði rétt hans til friðhelgi einkalífs. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm sinn í morgun. Taldi dómurinn að íslenska ríkið hefði ekki brotið áttundu grein sáttmálans með dómi Hæstaréttar. Í ljósi þess að íslenskir dómstólar hefðu ekki að fullu tekið undir umkvörtunarefni Egils þá ætti hann ekki ótvíræðan rétt á að fá málskostnað greiddan frekar en miskabætur.Vann mál fyrir dómstólnum í nóvemberEgill vann í nóvember síðastliðnum mál gegn íslenska ríkinu fyrir dómstólnum. Þar komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hefði verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs. Ingi Kristján hafði birt mynd á Instagram síðu sinni af Agli og skrifað við hana „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“.
Tengdar fréttir Ingi Kristján segir sárt að sitja undir ásökunum um nauðgun Kallaði Egil Einarsson nauðgaraómenni árið 2012 og situr nú undir sams konar ásökunum. 2. janúar 2018 15:15 Nauðgaraummæli um Egil Einarsson dæmd dauð og ómerk Sunna Ben Guðrúnardóttir er þó sýknuð af meiðyrðum og þarf ekki að greiða refsi- eða miskakröfur 18. desember 2014 19:13 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Ingi Kristján segir sárt að sitja undir ásökunum um nauðgun Kallaði Egil Einarsson nauðgaraómenni árið 2012 og situr nú undir sams konar ásökunum. 2. janúar 2018 15:15
Nauðgaraummæli um Egil Einarsson dæmd dauð og ómerk Sunna Ben Guðrúnardóttir er þó sýknuð af meiðyrðum og þarf ekki að greiða refsi- eða miskakröfur 18. desember 2014 19:13
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36