Hundruð boða komu sína á mótmæli á Austurvelli vegna ljósmæðradeilunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:03 Stuðningsfólk ljósmæðra hefur mætt að húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarnar vikur þegar þar hefur verið fundað í deilunni. Vísir/Elín Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23
Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28