Lífið

Dorrit stal senunni á Þingvöllum með íslenska fjárhundinum Mæru

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dorrit og Mæja sjást hér á Þingvöllum ásamt hópi fyrirmenna sem hinkruðu eftir þeim.
Dorrit og Mæja sjást hér á Þingvöllum ásamt hópi fyrirmenna sem hinkruðu eftir þeim. vísir/elín
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er á meðal gesta sem sækja nú hátíðarfund á Þingvöllum sem haldinn er í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins Íslands.Dorrit labbaði ásamt hópi fólks niður Almannagjá skömmu fyrir klukkan 14 og að Lögbergi þar sem fundurinn fer fram. Á leiðinni niður eftir kom Dorrit auga á fjárhund skammt frá sem var úti í móa með eiganda sínum.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, og hópur fólks á Þingvöllum í dag.vísir/elín
Gerði forsetafrúin fyrrverandi sér lítið fyrir, stökk út í móa til að fá hundinn lánaðan og labbaði svo með hann áleiðis að Lögbergi. Hundurinn heitir Laufeyjaraskja og er kölluð Mæra.Hópurinn sem fylgdi á eftir Dorrit og Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, þurfti að hinkra eftir forsetafrúnni fyrrverandi á meðan hún sótti Mæru en á meðal þeirra voru Agnes Sigurðardóttir, biskup, og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar.

Mæra ásamt eigendum sínum á Þingvöllum í dag.vísir/elín
Óhætt er að segja að þetta skemmtilega uppátæki Dorritar hafi vakið eftirtekt og að hún hafi stolið senunni áður en hátíðarfundurinn hófst en þegar hún hafði labbað með Mæru nokkurn spöl tók öryggisvörður við henni og skilaði til eigandans. Þess má geta að í dag er dagur íslenska fjárhundarins.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.