Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2018 23:10 Eiríkur Finnur Greipsson er í Alicante. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09