Innlent

Villandi fullyrðingar Toyota

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Toyota þarf að útskýra fullyrðingar sínar betur.
Toyota þarf að útskýra fullyrðingar sínar betur. Toyota

Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. Hefur fyrirtækinu verið bannað að nota fullyrðinguna í auglýsingum sínum án þess að nánari skýringar komi fram.

Á vef Neytendastofu kemur fram stofnunin hafi óskað eftir úskýringum á fullyrðingunni, sem Toyota hafi svarað með vísunum í rannsóknir um eldsneytisnýtingu Hybrid bifreiða Toyota.

Í rannsóknunum er mælt að hve miklu leyti bifreiðarnar nota aðeins rafmagn. „Niðurstöðunum er skipt þannig niður að sýnt er annars vegar hlutfall af keyrðum kílómetrum og hins vegar hlutfall af tíma sem reynsluaksturinn tók. Fullyrðing Toyota byggir á því að rannsóknirnar sýna að rúmlega 50% af þeim tíma sem bifreiðarnar eru í akstri nota þær eingöngu rafmagn,“ er útskýrt á vef Neytendastofu.

Því telur stofnunin að skilja megi fullyrðingu Toyota með þessum tvennum hætti og „útilokað að neytendur átti sig á því, af fullyrðingunni einni og sér, að hún eigi eingöngu við aksturstíma,“ eins og þar stendur.

Því væri villandi að birta fullyrðinguna án þeirrar skýringar að vísað væri til aksturstíma í blönduðum akstri. Með ákvörðuninni var Toyota bönnuð frekari birting fullyrðingarinnar án þess að nánari skýringar kæmu fram.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.