Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2018 14:05 Lillja segist hafa lagt mikla áherslu á gegnsæi við skipunarferlið. Vísir/Stefán Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum. Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum.
Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17