Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn gerðist brotlegur við fjarskiptalög

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins eru í Valhöll við Háaleitisbraut.
Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins eru í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Pjetur

Sjálfstæðisflokkurinn gerðist brotlegur við fjarskiptalög í aðdraganda Alþingiskosninganna á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar, sem barst kvörtun vegna óumbeðinna símtala frá Sjálfstæðisflokknum. Kvartandinn var bannmerktur í símaskrá.

Sjálfstæðisflokkurinn sagði að viðkomandi hafi verið skráður í flokkinn frá árinu 2004 og því hafi verið heimilt að hringja í hann, þrátt fyrir bannmerkingu. Einstaklingurinn kannaðist þó ekki við að hafa nokkurn tímann verið skráður í flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki framvísað gögnum um skráningu mannsins í flokkinn þrátt fyrir kröfu Póst-og fjarskiptastofnunar.

Í ákvörðun stofnunarinnar segir að gera verði þá lágmarkskröfu til þeirra sem stundi markaðssetningu í gegnum fjarskiptasendingar að þeir varðveiti samþykki móttakanda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.