Ævaforn skáli gæti breytt hugsun okkar um landnám Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Frá Stöð við Stöðvarfjörð þar sem Bjarni Einarsson og fleiri standa í meiriháttar fornleifauppgreftri. Fornleifauppgröftur á Stöð í Stöðvarfirði á Austurlandi gæti breytt hugmyndum okkar um landnám á Íslandi, eðli þess og ástæður. Unnið hefur verið að rannsóknum á mannabústöðum á svæðinu undanfarið og verður framhaldið næsta sumar. „Það kom í ljós á síðustu dögum uppgraftrarins að þessir tveir skálar sem við erum að rannsaka á Stöð í Stöðvarfirði, sá eldri og sá yngri, eru miklu stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir og eru með þeim stærstu á skandinavískan mælikvarða,“ segir Bjarni Einarsson fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum á Stöð. „Þann yngri túlka ég sem hið eigin lega landnámsbýli með búskap, stendur ofan í eldri skálanum sem ég áður túlkaði sem útstöð. Það kom á óvart hversu gríðarlega stór hann er,“ segir Bjarni. „Hann er að minnsta kosti fjörutíu metra langur. Útstöðvar eru vel þekkt fyrirbæri í norrænum menningarheimi en stöð sem þessi var rekin af höfðingja, stórbónda eða kóngi og hafði það hlutverk að framleiða vörur til sölu heima fyrir.“Sjá einnig: Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810?Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur.Vísir/friðrik„Við þekkjum þetta fyrirbæri sem verstöð þar sem fólk vinnur auðlindir fjarri heimabæ. Á Austurlandi hefur fiskur og fugl verið veiddur, lýsi unnið úr hval, selir veiddir og spik, kjöt og húðir unnar. Jafnframt hefur verið möguleiki á að vinna járn á svæðinu úr mýrarrauða,“ bætir Bjarni við. Báðir skálarnir á Stöð í Stöðvarfirði eru ævafornir. C-14 greiningar gefa til kynna að búseta kynni að hafa hafist rétt eftir 800 og verið fram yfir landnám. „Samkvæmt gjóskulögum eru þeir eldri en frá 871. Það er vísbending enn sem komið er en landnámslagið fræga er ekki í veggjum skálanna. Hins vegar finnst það yfir mannvirkinu í smiðjunni í eldri skálanum sem gefur ákveðnar vísbendingar.“ Þessi hugmynd um að hér hafi verið útstöð konungs, höfðingja eða stórbónda, gæti breytt hugmyndum okkar um af hverju menn hafi sest að hér á landi. „Útstöðvarkenningin byggir á því að fólk hafi komið hingað til lands til að vinna auðlindir hér við land og farið af landi brott aftur á haustin. Þannig taka einstaklingar ekki bara vörur til sinna heimahaga heldur líka upplýsingar um þetta nýja land,“ segir Bjarni. „Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti því það fólk tekið meðvitaða ákvörðun um að setjast að á Íslandi. Fólksflutningakenningar byggja á því að á einhverjum tímapunkti verður þráin eftir nýjum stað meiri en viljinn til að vera um kyrrt.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fornleifauppgröftur á Stöð í Stöðvarfirði á Austurlandi gæti breytt hugmyndum okkar um landnám á Íslandi, eðli þess og ástæður. Unnið hefur verið að rannsóknum á mannabústöðum á svæðinu undanfarið og verður framhaldið næsta sumar. „Það kom í ljós á síðustu dögum uppgraftrarins að þessir tveir skálar sem við erum að rannsaka á Stöð í Stöðvarfirði, sá eldri og sá yngri, eru miklu stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir og eru með þeim stærstu á skandinavískan mælikvarða,“ segir Bjarni Einarsson fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum á Stöð. „Þann yngri túlka ég sem hið eigin lega landnámsbýli með búskap, stendur ofan í eldri skálanum sem ég áður túlkaði sem útstöð. Það kom á óvart hversu gríðarlega stór hann er,“ segir Bjarni. „Hann er að minnsta kosti fjörutíu metra langur. Útstöðvar eru vel þekkt fyrirbæri í norrænum menningarheimi en stöð sem þessi var rekin af höfðingja, stórbónda eða kóngi og hafði það hlutverk að framleiða vörur til sölu heima fyrir.“Sjá einnig: Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810?Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur.Vísir/friðrik„Við þekkjum þetta fyrirbæri sem verstöð þar sem fólk vinnur auðlindir fjarri heimabæ. Á Austurlandi hefur fiskur og fugl verið veiddur, lýsi unnið úr hval, selir veiddir og spik, kjöt og húðir unnar. Jafnframt hefur verið möguleiki á að vinna járn á svæðinu úr mýrarrauða,“ bætir Bjarni við. Báðir skálarnir á Stöð í Stöðvarfirði eru ævafornir. C-14 greiningar gefa til kynna að búseta kynni að hafa hafist rétt eftir 800 og verið fram yfir landnám. „Samkvæmt gjóskulögum eru þeir eldri en frá 871. Það er vísbending enn sem komið er en landnámslagið fræga er ekki í veggjum skálanna. Hins vegar finnst það yfir mannvirkinu í smiðjunni í eldri skálanum sem gefur ákveðnar vísbendingar.“ Þessi hugmynd um að hér hafi verið útstöð konungs, höfðingja eða stórbónda, gæti breytt hugmyndum okkar um af hverju menn hafi sest að hér á landi. „Útstöðvarkenningin byggir á því að fólk hafi komið hingað til lands til að vinna auðlindir hér við land og farið af landi brott aftur á haustin. Þannig taka einstaklingar ekki bara vörur til sinna heimahaga heldur líka upplýsingar um þetta nýja land,“ segir Bjarni. „Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti því það fólk tekið meðvitaða ákvörðun um að setjast að á Íslandi. Fólksflutningakenningar byggja á því að á einhverjum tímapunkti verður þráin eftir nýjum stað meiri en viljinn til að vera um kyrrt.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð frá Skandinavíu. 7. júní 2017 07:00