Innlent

Björgunarsveitir aðstoða slasað fólk

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarsveitir hafa farið í þrjú útköll í dag.
Björgunarsveitir hafa farið í þrjú útköll í dag. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir voru boðaðar út í þrjú útköll á öðrum tímanum eftir hádegi í dag. Í tveimur tilfellum var um að ræða slasaða menn. Annar maðurinn er göngumaður sem er í gönguhópi, hann hrasaði og féll við Háafoss í Þjórsárdal og er eitthvað slasaður. Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn eru á leiðinni á vetttvang, samkvæmt tilkynningu Landsbjargar.

Hinn maðurinn er við Bröttubrekku og er mikið verkjaður og getur ekki gengið sjálfur. Hópar frá björgunarsveitum á Vesturlandi eru á leiðinni til mannsins í Bröttubrekku.

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru einnig kallaðar út vegna skriðu sem féll í Hítardal á Mýrum. Viðbragðsaðilar eru að meta ástandið á svæðinu og eru hópar björgunarsveitafólks á leiðinni á vettvang til að tryggja öryggi og aðstoða við lokanir. Einnig voru boðaðir drónahópar til þess að hægt sé að ná betri yfirsýn yfir svæðið.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×