Sjö ára bjargaði barni úr brennandi heitum bíl: „Ég er kominn til þess að bjarga þér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 21:15 Unnar Ingi, sáttur með dagsverkið í dýragarðinum, ásamt systur sinni Huldu Björg. Mynd/Jónatan Ingi „Ég er kominn til þess að bjarga þér,“ sagði hinn sjö ár gamli Unnar Ingi Jónatansson við eins árs gamalt ungbarn sem sat læst inn í bíl í steikjandi hita fyrir utan dýragarðinn í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Unnar Ingi skreið í gegnum lítið gat í skottinu sem pabbi hans hafði náð að finna. „Við fjölskyldan vorum á leiðinni í dýragarðinn og þegar við erum að rölta að inngangnum kemur eldri kona og biður mig um að brjóta rúðu í bílnum því barnabarn hennar situr fast í bílnum,“ segir pabbi drengsins, handboltakempan fyrrverandi Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Vísi. Svo virðist sem að konan hafi óvart læst bíllyklana inn í bílnum og komst hún því ekki til stúlkunnar. Jónatan segist ekki hafa verið alveg reiðubúinn til þess að brjóta upp rúðu á einhverjum bíl en ljóst var þó aðgerða væri þörf enda 25 stiga hiti og ungabarninu, eins árs gamalli stúlku, hætta búin, bíllinn var orðinn brennandi heitur og fjölmörg dæmi um alvarleg slys þegar ungbörn læsast inni eða eru skilin eftir í bíl sem sólin skín á.Jónatan Ingi ásamt hetjunni, Unnari Inga.Mynd/Jónatan Ingi.Bað Jónatan konuna um að hringja í lögregluna en í millitíðinni fór hann að kanna hvort hægt væri að komast til barnsins án þess að brjóta rúðu í bílnum. „Á meðan við bíðum náðum við að opna skottið á bílnum. Þetta var Fiat 500 þannig að skottið var eins og lítil ferðataska, þetta er alveg pínulítið,“ segir Jónatan.Náði að opna lítið gat sem Unnar Ingi gat skriðið inn um Datt honum þá í hug hvort ekki væri hægt að opna sætin úr skottinu og ná þannig til barnsins. Tók hann símann og athugaði hvort að einhverjar upplýsingar um slíkt leyndust á Google. „Ég fann ekkert í fljótu bragði og fór þá bara að kíkja inn í bílinn. Ég sá lítið gat þarna á annarri hliðinni og náði að setja litla putta inn. Ég fann einhverja smellu og kýldi vel í sætið og það opnaðist. Það opnaðist samt lítið þannig að það hefði aldrei nein fullorðin manneskja komist þarna inn,“ segir Jónatan. Eini leikurinn í stöðunni á meðan beðið var eftir lögreglu var því að senda hinn sjö ára gamla Unnar Inga í gegnum gatið til þess að ná í lyklana á bílnum.Sams konar bíl og barnið sat fast í.Vísir/Getty„Hann kom svo út með lykilinn og þetta tók kannski allt saman sjö til átta mínútur,“ segir Jónatan og bætir við að hinn Unnar Ingi hafi sagt „Ég er kominn til þess að bjarga þér“ við litlu stúlkuna á dönsku er hann komst inn í bílinn. Telur Jónatan að stúlkan hafi líklega verið inn í bílnum í um tíu mínútur en hafi verið orðin töluvert heit enda 25 stiga hiti og glampasól. Ekkert amaði þó að henni enda tókst að koma henni út úr bílnum í tæka tíð. „Hún var kófsveitt,“ segir Jónatan en amma barnsins var afar þakklát íslensku fjölskyldunni þegar barnið komst í hendur hennar. „Greyið konan var í töluverði áfalli. Hún var mjög þakklát og guttinn minn fékk peningaverðlaun. Hann var mjög ánægður með þetta en hefur ekki gert mikið meira í dag. Hann bjargaði stelpu og er bara búinn að vera með tærnar upp í loft. Hann er mjög stoltur.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
„Ég er kominn til þess að bjarga þér,“ sagði hinn sjö ár gamli Unnar Ingi Jónatansson við eins árs gamalt ungbarn sem sat læst inn í bíl í steikjandi hita fyrir utan dýragarðinn í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Unnar Ingi skreið í gegnum lítið gat í skottinu sem pabbi hans hafði náð að finna. „Við fjölskyldan vorum á leiðinni í dýragarðinn og þegar við erum að rölta að inngangnum kemur eldri kona og biður mig um að brjóta rúðu í bílnum því barnabarn hennar situr fast í bílnum,“ segir pabbi drengsins, handboltakempan fyrrverandi Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Vísi. Svo virðist sem að konan hafi óvart læst bíllyklana inn í bílnum og komst hún því ekki til stúlkunnar. Jónatan segist ekki hafa verið alveg reiðubúinn til þess að brjóta upp rúðu á einhverjum bíl en ljóst var þó aðgerða væri þörf enda 25 stiga hiti og ungabarninu, eins árs gamalli stúlku, hætta búin, bíllinn var orðinn brennandi heitur og fjölmörg dæmi um alvarleg slys þegar ungbörn læsast inni eða eru skilin eftir í bíl sem sólin skín á.Jónatan Ingi ásamt hetjunni, Unnari Inga.Mynd/Jónatan Ingi.Bað Jónatan konuna um að hringja í lögregluna en í millitíðinni fór hann að kanna hvort hægt væri að komast til barnsins án þess að brjóta rúðu í bílnum. „Á meðan við bíðum náðum við að opna skottið á bílnum. Þetta var Fiat 500 þannig að skottið var eins og lítil ferðataska, þetta er alveg pínulítið,“ segir Jónatan.Náði að opna lítið gat sem Unnar Ingi gat skriðið inn um Datt honum þá í hug hvort ekki væri hægt að opna sætin úr skottinu og ná þannig til barnsins. Tók hann símann og athugaði hvort að einhverjar upplýsingar um slíkt leyndust á Google. „Ég fann ekkert í fljótu bragði og fór þá bara að kíkja inn í bílinn. Ég sá lítið gat þarna á annarri hliðinni og náði að setja litla putta inn. Ég fann einhverja smellu og kýldi vel í sætið og það opnaðist. Það opnaðist samt lítið þannig að það hefði aldrei nein fullorðin manneskja komist þarna inn,“ segir Jónatan. Eini leikurinn í stöðunni á meðan beðið var eftir lögreglu var því að senda hinn sjö ára gamla Unnar Inga í gegnum gatið til þess að ná í lyklana á bílnum.Sams konar bíl og barnið sat fast í.Vísir/Getty„Hann kom svo út með lykilinn og þetta tók kannski allt saman sjö til átta mínútur,“ segir Jónatan og bætir við að hinn Unnar Ingi hafi sagt „Ég er kominn til þess að bjarga þér“ við litlu stúlkuna á dönsku er hann komst inn í bílinn. Telur Jónatan að stúlkan hafi líklega verið inn í bílnum í um tíu mínútur en hafi verið orðin töluvert heit enda 25 stiga hiti og glampasól. Ekkert amaði þó að henni enda tókst að koma henni út úr bílnum í tæka tíð. „Hún var kófsveitt,“ segir Jónatan en amma barnsins var afar þakklát íslensku fjölskyldunni þegar barnið komst í hendur hennar. „Greyið konan var í töluverði áfalli. Hún var mjög þakklát og guttinn minn fékk peningaverðlaun. Hann var mjög ánægður með þetta en hefur ekki gert mikið meira í dag. Hann bjargaði stelpu og er bara búinn að vera með tærnar upp í loft. Hann er mjög stoltur.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent