Marglyttupartí og sterkir straumar: Ævintýrið endaði við „grafreit draumanna“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. júlí 2018 12:30 Jón Kristinn var vaselínborinn fyrir sundið í gær. Jóhannes Jónsson Marglyttupartí og sterkir hafstraumar urðu á vegi sundkappans Jóns Kristins Þórssonar þegar hann reyndi við Ermarsundið í gær. Svæði sem nefnt er grafreitur draumanna varð Jóni Kristni loks að falli eftir um fimmtán tíma sund. Jón Kristinn lagði af stað frá Dover í Englandi um klukkan 5:28 að staðartíma í gærmorgun. Veður og aðstæður almennt voru góðar allan tímann. „Til að byrja með gekk þetta bara mjög vel fannst mér allavega. En þetta er auðvitað erfitt og langt og ég fékk nokkrar stungur á leiðinni, marglyttustungur,“ segir Jón Kristinn. Hann lét þó marglyttuhópinn sem hann lenti í eftir nokkurra tíma sund lítið á sig fá.Marglytturnar skemmtileg tilbreyting „Það má segja að ég hafi synt inn í marglyttupartí og ég fékk alveg að finna fyrir því. Þær stungu mig nokkrar, en þetta var mjög fallegt. Alls konar á litinn marglytturnar og svona góð tilbreyting á leiðinni yfir.“ Um kvöldmatarleytið í gær var Jón Kristinn farinn að sjá vel til lands í Frakklandi og átti aðeins um fjóra kílómetra eftir í beinni loftlínu „Síðan kem ég inn á þetta svæði og mig grunar að þetta séu svona þrír eða fjórir tímar og þá sé þetta búið. En síðan gerðist ekkert, ég bara synti og synti." Svæðið er gjarnan kallað grafreitur draumanna, þar sem hafstraumarnir eru gríðarlega erfiðir. Þar lauk því tilrauninni eftir um fimmtán tíma í sjónum. Jón Kristinn hefur unnið ýmis þrekvirki áður, m.a. synt Drangeyjarsund og frá Vestmannaeyjum til Landeyjarsands. Hann segir gærdaginn þó hafa verið það lang erfiðasta, ekki síst andlega.Áhöfnin sýndi enga miskunn „Á tímabili var ég að reyna að fá áhöfnina til að vorkenna mér, vældi yfir öxlinni og vonaðist eftir að þau myndu taka mig upp, en ég fékk enga vorkunn frá þeim. Það var bara öskrað á mig að halda áfram að synda,“ segir Jón Kristinn. Hann útilokar ekki að reyna við sundið aftur í framtíðinni, en það verði þó ekki á næstunni. „Ég var að opna minn fyrsta bjór bara eftir þetta, ég á hann skilið held ég,“ segir Jón Kristinn að lokum. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Marglyttupartí og sterkir hafstraumar urðu á vegi sundkappans Jóns Kristins Þórssonar þegar hann reyndi við Ermarsundið í gær. Svæði sem nefnt er grafreitur draumanna varð Jóni Kristni loks að falli eftir um fimmtán tíma sund. Jón Kristinn lagði af stað frá Dover í Englandi um klukkan 5:28 að staðartíma í gærmorgun. Veður og aðstæður almennt voru góðar allan tímann. „Til að byrja með gekk þetta bara mjög vel fannst mér allavega. En þetta er auðvitað erfitt og langt og ég fékk nokkrar stungur á leiðinni, marglyttustungur,“ segir Jón Kristinn. Hann lét þó marglyttuhópinn sem hann lenti í eftir nokkurra tíma sund lítið á sig fá.Marglytturnar skemmtileg tilbreyting „Það má segja að ég hafi synt inn í marglyttupartí og ég fékk alveg að finna fyrir því. Þær stungu mig nokkrar, en þetta var mjög fallegt. Alls konar á litinn marglytturnar og svona góð tilbreyting á leiðinni yfir.“ Um kvöldmatarleytið í gær var Jón Kristinn farinn að sjá vel til lands í Frakklandi og átti aðeins um fjóra kílómetra eftir í beinni loftlínu „Síðan kem ég inn á þetta svæði og mig grunar að þetta séu svona þrír eða fjórir tímar og þá sé þetta búið. En síðan gerðist ekkert, ég bara synti og synti." Svæðið er gjarnan kallað grafreitur draumanna, þar sem hafstraumarnir eru gríðarlega erfiðir. Þar lauk því tilrauninni eftir um fimmtán tíma í sjónum. Jón Kristinn hefur unnið ýmis þrekvirki áður, m.a. synt Drangeyjarsund og frá Vestmannaeyjum til Landeyjarsands. Hann segir gærdaginn þó hafa verið það lang erfiðasta, ekki síst andlega.Áhöfnin sýndi enga miskunn „Á tímabili var ég að reyna að fá áhöfnina til að vorkenna mér, vældi yfir öxlinni og vonaðist eftir að þau myndu taka mig upp, en ég fékk enga vorkunn frá þeim. Það var bara öskrað á mig að halda áfram að synda,“ segir Jón Kristinn. Hann útilokar ekki að reyna við sundið aftur í framtíðinni, en það verði þó ekki á næstunni. „Ég var að opna minn fyrsta bjór bara eftir þetta, ég á hann skilið held ég,“ segir Jón Kristinn að lokum.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent