HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2018 06:00 Rigningin spillti ekki gleðinni í Hljómskálagarðinum á laugardaginn þar sem margir horfðu á Ísland gera jafntefli við Argentínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09
Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20
Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30