HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2018 06:00 Rigningin spillti ekki gleðinni í Hljómskálagarðinum á laugardaginn þar sem margir horfðu á Ísland gera jafntefli við Argentínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09
Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20
Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30