Súperstjarna Breiðholtsins með sitt fyrsta lag Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júní 2018 08:00 Birgir Hákon er algjör stjarna í Breiðholtinu að sögn leikstjóra myndbandsins og hann ákvað að fanga stemminguna sem því fylgir í myndbandinu. Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira