Innlent

Utanríkisnefnd kemur saman

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá fundi utanríkismálanefndar
Frá fundi utanríkismálanefndar Vísir
Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Tilefnið er meðal annars framkvæmd Bandaríkjanna í málefnum innflytjenda.

Bandaríkin hafa sætt harðri gagnrýni undanfarið fyrir að taka börn ólöglegra innflytjenda frá þeim á landamærunum við Mexíkó. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, óskaði eftir fundinum.

Sjá einnig: Funda vegna stefnu Trump

„Ég hef áður sagt að útskýringar Bandaríkjastjórnar á framferði sínu í síðustu viku voru ótrúverðugar og nú bíðum við eftir því að sjá hvort þeir láti alfarið af þessari stefnu sinni,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar.

Á fundinum verður einnig fjallað um innflytjendamál á alþjóðavettvangi í heild sinni. Áslaug segir slíka fundi gagnlega til að fara yfir stöðuna og átta sig á því hvernig Ísland getur brugðist við.


Tengdar fréttir

Funda vegna stefnu Trumps

Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.