Trump hraunar yfir Fallon og félaga: „Er þetta fólk fyndið?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 11:35 Grínistarnir þrír munu eflaust svara forsetanum fullum hálsi. Vísir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét spjallþáttastjórnendurna Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og Stephen Colbert heyra það í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Háðfuglarnir þrír hafa á undanförnum árum gert mikið grín að forsetanum. Trump var staddur í Suður-Karolínu til stuðnings ríkisstjóra ríkisins og samflokksmanni hans, Henry McMaster og lét ummæli sín um þremenninganna falla í langri ræðu þar sem hann fór um víðan völl. Beindi hann orðum sínum sérstaklega að Fallon sem stýrir The Tonight Show á NBC sjónvarpstöðinni. Hafa þeir tveir eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga og virðast samskiptin þar hafa verið Trump hugleikin ef marka má ræðuna. „Jimmy Fallon baðst afsökunar á því að hafa gert mig „mannlegan“, aumingja maðurinn vegna þess að núna mun hann glata okkur öllum,“ sagði Trump við töluverð fagnaðarlæti áhorfenda. „Hann er alveg fínn náungi en hann er týndur, hann er týnd sál.“ Þá sagði Trump að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel væri hæfileikalaus með öllu og að hann myndi aldrei fara aftur í heimsókn í þátt Kimmel. „Maðurinn er hræðilegur,“ sagði Trump. Minntist hann einnig á Stephen Colbert sem stýrir þætti á CBS sjónvarpstöðinni. Minntist hann þó ekki á nafn hans heldur kallaði hann einungis „náungann á CBS.“ Líkt og með Kimmel hélt Trump því fram að Colbert væri hæfileikalaus auk þess sem hann bætti því að Colbert væri „skítseyði“. „Í alvöru talað, er þetta fólk fyndið?“ spurði Trump áhorfendur sem kölluðu „Nei!“ til baka. „Ég get hlegið að sjálfum mér og í sannleika sagt, ef ég gæti það ekki væri ég í vondum málum. En það er enginn hæfileiki, þetta er ekki hæfileikaríkt fólk.“Ummæli Trump um grínistana þrjá má sjá hér að neðan þegar um einn klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira