Vesturlönd verða að beita þolinmæði og áræðni í samskiptum við Putin Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 21:00 Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe. Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe.
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira