Tónlistarfjölskylda safnar fyrir Jemen Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2018 06:00 Elín, Sigríður og Elísabet Eyþórsdætur í Sísí Ey og bróðir þeirra, Eyþór, úr Geisha Cartel spila á tónleikunum. T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30