Dómur mildaður í umfangsmiklu MDMA-töflu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 09:12 Um var að ræða 30 þúsund MDMA-töflur sem smyglað var hingað til lands sumarið 2011. Landsréttur hefur mildað dóm yfir Einari Sigurði Einarssyni, tæplega fertugum karlmanni, í umfangsmiklu fíkniefnamáli en dómur var kveðinn upp á föstudag. Einar Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi hingað til lands á rúmlega 30 þúsund MDMA-töflum í ágúst 2011 eða fyrir sjö árum. Einar Sigurður hlaut fjögurra ára dóm í héraði. Dómurinn var mildaður sökum þess dráttar sem orðið hefur á málinu en dómarinn mat það svo að drátturinn væri ekki að öllu leyti Einari Sigurði að kenna. Einar Sigurður var ákærður fyrir að hafa afhent Einari Erni Adolfssyni, sem einnig var ákærður vegna málsins, fíkniefnin í Amsterdam í Hollandi. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa greitt hluta ferðakostnaðar og uppihald Einars Arnar sem flutti efnin svo frá Danmörku til Íslands en Einar Örn var á þessum tíma 17 ára gamall. Skipta þurfti málinu upp og gefa út tvær ákærur því Einar Sigurður var í farbanni í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Upphaflega var ein ákæra gefin út í júní 2013 á hendur þremenningunum, þeim Einari Sigurði, Einari Erni og Finni Snæ Guðjónssyni.Upphaflega sex ára dómar Þeim hluta málsins sem sneri að þeim Einari Erni og Finni Snæ lauk í febrúar í fyrra þegar þeir hlutu hvor um sig fjögurra ára skilorðsbundinn dóm til þriggja ára fyrir sína aðild að smyglinu. Voru dómarnir skilorðsbundnir vegna þess dráttar sem orðið hafði á málinu. Áður höfðu þeir hlotið fangelsisdóma til sex ára en Hæstiréttur ómerkti þá þar sem héraðsdómari sem dæmdi í málinu hafði komið að því á fyrri stigum við úrskurð í gæsluvarðhald. Að mati héraðsdóms þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda dóminn yfir Einari Sigurði þar sem sá mikli dráttur sem orðið hefur á málinu megi að mestu rekja til hans sjálfs. Landsréttur var sammála því að skilorðsbinda ekki dóminn en stytti um eitt ár og sagði Einari Sigurði ekki einum um að kenna hve lengi málið hefði dregist. Í dómnum að Einar Sigurður hafi flutt til Danmerkur í byrjun september 2011 ásamt þáverandi sambýliskonu. Þau hafi síðan flutt aftur til Íslands í október 2012 og búið hér á landi þar til í mars 2013 þegar þau fluttust búferlum til Íslands.Framburður ákærða ekki talinn trúverðugur „Bjó ákærði þar allt þar til hann flutti til Spánar vorið 2016. Sætti hann farbanni í Ástralíu sem að hans sögn stóð um rúmlega tveggja ára skeið, eða frá júlí 2013 og fram í október 2015, en gögn um farbannið hafa ekki verið lögð fram í málinu. Á Spáni bjó hann þar til í lok janúar á þessu ári, en kom þá loks að nýju til Íslands. Höfðu ákæruvald og lögregla ekki vitneskju um veru hans hér á landi fyrr en í ljós kom 7. apríl sl. að hann ætti bókað flug til Danmerkur daginn eftir. Var hann þá handtekinn og úrskurðaður í farbann sem ekki var aflétt fyrr en við dómtöku þessa máls 14. f.m.,“að því er sagði í dómi héraðdóms. Framburður Einars Sigurðar um það hvers vegna hann fór til Hollands var ekki talinn trúverðugur að mati dómsins en hann hélt því fram að hún hefði í engu tengst fíkniefnainnflutningnum. Var meðal annars litið til þess að Einar Sigurður var bókaður fyrir tveimur einstaklingsherbergjum á hóteli í Amsterdam þar sem þeir Einar Örn hittust. Einar Sigurður gat enga skýringu gefið á þessu og sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta. Þá gat hann heldur ekki gefið skýringu á því hvers vegna hann var enn skráður fyrir herbergi á hótelinu eftir að hann fór frá Amsterdam en Einar Örn tók þá á móti veitingum á herberginu.Dóm Landsréttar má sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00 Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm yfir Einari Sigurði Einarssyni, tæplega fertugum karlmanni, í umfangsmiklu fíkniefnamáli en dómur var kveðinn upp á föstudag. Einar Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi hingað til lands á rúmlega 30 þúsund MDMA-töflum í ágúst 2011 eða fyrir sjö árum. Einar Sigurður hlaut fjögurra ára dóm í héraði. Dómurinn var mildaður sökum þess dráttar sem orðið hefur á málinu en dómarinn mat það svo að drátturinn væri ekki að öllu leyti Einari Sigurði að kenna. Einar Sigurður var ákærður fyrir að hafa afhent Einari Erni Adolfssyni, sem einnig var ákærður vegna málsins, fíkniefnin í Amsterdam í Hollandi. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa greitt hluta ferðakostnaðar og uppihald Einars Arnar sem flutti efnin svo frá Danmörku til Íslands en Einar Örn var á þessum tíma 17 ára gamall. Skipta þurfti málinu upp og gefa út tvær ákærur því Einar Sigurður var í farbanni í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Upphaflega var ein ákæra gefin út í júní 2013 á hendur þremenningunum, þeim Einari Sigurði, Einari Erni og Finni Snæ Guðjónssyni.Upphaflega sex ára dómar Þeim hluta málsins sem sneri að þeim Einari Erni og Finni Snæ lauk í febrúar í fyrra þegar þeir hlutu hvor um sig fjögurra ára skilorðsbundinn dóm til þriggja ára fyrir sína aðild að smyglinu. Voru dómarnir skilorðsbundnir vegna þess dráttar sem orðið hafði á málinu. Áður höfðu þeir hlotið fangelsisdóma til sex ára en Hæstiréttur ómerkti þá þar sem héraðsdómari sem dæmdi í málinu hafði komið að því á fyrri stigum við úrskurð í gæsluvarðhald. Að mati héraðsdóms þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda dóminn yfir Einari Sigurði þar sem sá mikli dráttur sem orðið hefur á málinu megi að mestu rekja til hans sjálfs. Landsréttur var sammála því að skilorðsbinda ekki dóminn en stytti um eitt ár og sagði Einari Sigurði ekki einum um að kenna hve lengi málið hefði dregist. Í dómnum að Einar Sigurður hafi flutt til Danmerkur í byrjun september 2011 ásamt þáverandi sambýliskonu. Þau hafi síðan flutt aftur til Íslands í október 2012 og búið hér á landi þar til í mars 2013 þegar þau fluttust búferlum til Íslands.Framburður ákærða ekki talinn trúverðugur „Bjó ákærði þar allt þar til hann flutti til Spánar vorið 2016. Sætti hann farbanni í Ástralíu sem að hans sögn stóð um rúmlega tveggja ára skeið, eða frá júlí 2013 og fram í október 2015, en gögn um farbannið hafa ekki verið lögð fram í málinu. Á Spáni bjó hann þar til í lok janúar á þessu ári, en kom þá loks að nýju til Íslands. Höfðu ákæruvald og lögregla ekki vitneskju um veru hans hér á landi fyrr en í ljós kom 7. apríl sl. að hann ætti bókað flug til Danmerkur daginn eftir. Var hann þá handtekinn og úrskurðaður í farbann sem ekki var aflétt fyrr en við dómtöku þessa máls 14. f.m.,“að því er sagði í dómi héraðdóms. Framburður Einars Sigurðar um það hvers vegna hann fór til Hollands var ekki talinn trúverðugur að mati dómsins en hann hélt því fram að hún hefði í engu tengst fíkniefnainnflutningnum. Var meðal annars litið til þess að Einar Sigurður var bókaður fyrir tveimur einstaklingsherbergjum á hóteli í Amsterdam þar sem þeir Einar Örn hittust. Einar Sigurður gat enga skýringu gefið á þessu og sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta. Þá gat hann heldur ekki gefið skýringu á því hvers vegna hann var enn skráður fyrir herbergi á hótelinu eftir að hann fór frá Amsterdam en Einar Örn tók þá á móti veitingum á herberginu.Dóm Landsréttar má sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00 Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Segist hafa ætlað að smygla kílói af kókaíni Nítján ára piltur sem flutti til landsins þrjátíu þúsund e-töflur segist hafa verið grunlaus um að ekki væri kókaín í farangrinum hans. 12. júní 2013 07:00
Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09