Innlent

Meirihlutinn á Akureyri kynnir stefnu sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eiríkur Björn Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri.
Eiríkur Björn Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri.

Bæjarfulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri skrifa undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi klukkan ellefu í dag.

Þar verður einnig kynnt hvernig skipan í ráð og nefndir á vegum bæjarins verður. Greint hefur verið frá því að Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri hafi ákveðið að láta af störfum bæjarstjóra.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður starfið auglýst opinberlega.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.