Lífið

Ein og hálf milljón horft á söguna um sambandsslit Jónu og Gunnars

Stefán Árni Pálsson skrifar

Nas Daily er heldur betur vinsæll á Facebook en hann ferðast um heiminn og framleiðir mínútu langt myndband á hverjum einasta degi. Milljónir manna horfa á myndböndin hans og er hann nú staddur hér á landi.

Nas hefur framleitt tæplega 800 myndbönd en fyrir tveimur dögum kom út myndband þar sem Jóna Dóra Hólmarsdóttir segir söguna á bakvið sambandsslit hennar og Gunnars Geirs Gunnlaugssonar.

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur yfir ein hálf milljón manns horft á myndbandið sem sjá má hér að neðan.

Nas kemur inn á það í facebook-færslu sinni með myndbandinu að núverandi kærasti Jónu er Óskar Axel Óskarsson.

Hér að neðan má sjá myndbandið.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.