Menning

Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bill Murray
Bill Murray Vísir/Getty

Kvikmyndaleikarinn Bill Murray kemur fram á Listahátíð í Reykjavík og verður hann með tvo viðburði í Eldborgarsal Hörpu. Á sýningunni New Worlds kemur Murray fram með þremur klassískum hljóðfæraleikurum.

„Hann kom í fyrradag og var á Bláa Lóninu fyrstu nóttina en er nú kominn til Reykjavíkur,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir kynningarstjóri Listahátíðar í samtali við Vísi.

„Hann er bara á fullu að gera sig tilbúinn fyrir kvöldið.“

Mega áhorfendur búast við óvenjulegri blöndu af klassískri evrópskri tónlist, úrvals bandarískum bókmenntatextum og sönglögum sem Murray eru sérstaklega kær.

Bill Murray, Jan Vogler, Mira Wang og Vanessa Perez komu fram í London þann 4.júní. Vísir/Getty

Enn er hægt að fá miða á viðburðinn og segir Alexía að einhverjir miðar séu eftir á sýninguna í kvöld og enn færri á sýninguna annað kvöld.

„Murray kynntist þýska sellóleikaranum Jan Vogler í flugvél fyrir nokkrum árum og varð þeim vel til vina. Fljótt kviknaði hjá þeim sú hugmynd að gera eitthvað saman og til varð kvöldskemmtunin New Worlds. Auk Murray og Vogler koma fram fiðluleikarinn Mira Wang og píanóleikarinn Vanessa Perez sem báðar eru stórkostlegir og líflegir flytjendur.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.