Ferðamannalón í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. júní 2018 19:30 Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Stefnt er að byggingu ferðamannalóns með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Tillaga þess efnis sem kallast „Black Beach Lagoon“ sigraði hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Verðlaunahugmyndirnar voru nýlega kynntar í húsnæði Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Það kom það í hlut ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála að afhenda verðlaunin.Marteinn Möller (t.v.) og Reynar Ottósson, sem sigruðu nýsköpunarkeppnina með tillögu sinni „Black Beach Lagoon“.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Fyrstu verðlaun hlýtur „Black Beach Lagoon“, höfundar, Marteinn Möller og Reynar Ottósson. Umsögn dómnefndar; „Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun. Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk“, sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála við afhendingu verðlaunanna. Marteinn og Reynir fengu eina og hálfa milljón króna í verðlaun, auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita þeim aðstoð við frekari þróun viðskiptahugmyndarinnar og Orka náttúrunnar mun einnig bjóða þeim upp á ráðgjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. „Þetta gengur út á að nýta umfram heitt vatn sem rennur til Þorlákshafnar og hita upp sjó til að búa til baðlón á ströndinni austan við Þorlákshöfn“, segir Reynar. En af hverju sandurinn við Þorlákshöfn? „Þar erum við næst heitu vatni á sjó á allri suðurströnd Íslands þar sem við komumst á svarta strönd og gera úr því auðkenni“, segir Marteinn.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira