Lífið

Svíar taka þátt í Eurovision í Ísrael

Birgir Olgeirsson skrifar
Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy.
Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Vísir/Getty

Sænska ríkisútvarpið, SVT, hefur staðfest að Svíar muni taka þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Ísrael á næsta ári.

Svíar bætast þar með í hóp með Þjóðverjum og Norðmönnum sem hafa gefið út að þeir muni senda fulltrúa í keppnina í Ísrael.

Í Svíþjóð er Eurovision-framlagið valið í forkeppni sem heitir Melodifestivalen og er ein sú stærsta í Evrópu.

Svíar völdu Benjamin Grosso sem sinn fulltrúa í ár en hann hafnaði í sjöunda sæti í úrslitum Eurovision þar sem hann flutti lagið Dance You Off.

Líkt og fyrr segir vann Ísrael Eurovision í ár en sigurvegarinn Netta, sem flutti lagið Toy, gaf til kynna þegar hún tók við verðlaununum að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.

Tæplega 26 þúsund hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision árið 2019 til að brotum Ísraels gagnvart Palestínu.


Tengdar fréttir

Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels

Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.