Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2018 14:50 Viðreisn ákvað á miðvikudagskvöld að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfrandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pirötum og Vinstri grænum. Vísir/Vilhelm „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“ Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“
Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08