Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 19:15 Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira