Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2018 16:30 Jordan Peterson er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari heims um þessar mundir og var uppselt á báða fyrirlestra hans í Hörpu í vikunni. Vísir/Vilhelm Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15