„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. júní 2018 11:30 Á þeim 20 mánuðum síðan Sonja Einarsdóttir sótti um skilnað hefur hann verið dæmdur fyrir ofbeldið og fengið á sig fimm nálgunarbönn. Stöð 2 „Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan. MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
„Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan.
MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00
Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent