Sagan á bakvið nafnið: Fyrst bar og svo bjór hjá Sigga dúllu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2018 15:15 Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. „Þegar ég er kringum tuttugu ára var ég alltaf að vinna á vellinum í Garðabæ og allt í einu byrjar töluvert yngri strákur að mæta á svæðið til að vera með okkur,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri, hjá Víking brugghús, en nú er kominn út nýr lagerbjór sem ber einfaldlega nafnið Dúllan. Hilmar á í raun nafnið Siggi dúlla en Sigurður Sveinn Þórðarson hefur verið búningastjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í mörg ár. Siggi dúlla er algjör þjóðargersemi. „Þarna kemur harðduglegur drengur á hverjum einasta degi og ég held að hann hafi verið sirka fjórtán ára á þessum tíma. Hann var ekki einu sinni á launaskrá. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Siggi leit út 14 ára, ekkert eðlilega mikil dúlla. Ef Siggi var ekki á svæðinu fóru menn fljótlega að velta því fyrir sér hvar dúllan væri og vorum við aðeins grínast með það nafn. Hægt og rólega festist það bara við hann. Maður er oft að stríða honum að hann væri ekki búningastjóri hjá landsliðinu ef hann væri bara Siggi Þórðar,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi alltaf staðið til að gefa út sérstakan HM bjór fyrir sumarið.Siggi dúlla kominn með kassa í hönd og sáttur.„Það var eitthvað svo fyrirsjáanlegt að koma með Húh-bjórinn eða Fyrir Ísland, eða jafnvel bara Aron eða Gylfi. Við ákváðum að fara aðra leið og byrjuðum að ræða við Sigga fyrir þó nokkru síðan. Þetta er maðurinn á bakvið tjöldin, svona maður fólksins og meðalljón eins og við hin.“ Dúllan er bruggaður í hefðbundnum suður-þýskum Pils stíl með örlitlum amerískum snúning. Notaðir eru þýskir eðal aroma humlar í grunninn og svo er þurrhumlað í lokin með bragðmiklum bandarískum humlum til að ná fram einstökum frískleika og bragði. Hilmar er vörumerkjastjóri Víking brugghús.vísir/gvaBjórinn fer í sölu í ÁTVR um helgina. „Siggi dúlla er mikill lagermaður og vill helst ekkert flækja hlutina með einhverjum voða fínum IPA bjórum. Því er Dúllan bara venjulegur lagerbjór eins og okkar maður vill helst.“ Á Samsung-vellinum í Garðbæ má einnig finna Dúllubarinn sem var skýrður í höfuðið á Sigurði Sveini Þórðarsyni en Ástríðan í Pepsi-mörkunum leit þar við á dögunum og má sjá það innslag hér að neðan. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
„Þegar ég er kringum tuttugu ára var ég alltaf að vinna á vellinum í Garðabæ og allt í einu byrjar töluvert yngri strákur að mæta á svæðið til að vera með okkur,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri, hjá Víking brugghús, en nú er kominn út nýr lagerbjór sem ber einfaldlega nafnið Dúllan. Hilmar á í raun nafnið Siggi dúlla en Sigurður Sveinn Þórðarson hefur verið búningastjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í mörg ár. Siggi dúlla er algjör þjóðargersemi. „Þarna kemur harðduglegur drengur á hverjum einasta degi og ég held að hann hafi verið sirka fjórtán ára á þessum tíma. Hann var ekki einu sinni á launaskrá. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Siggi leit út 14 ára, ekkert eðlilega mikil dúlla. Ef Siggi var ekki á svæðinu fóru menn fljótlega að velta því fyrir sér hvar dúllan væri og vorum við aðeins grínast með það nafn. Hægt og rólega festist það bara við hann. Maður er oft að stríða honum að hann væri ekki búningastjóri hjá landsliðinu ef hann væri bara Siggi Þórðar,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi alltaf staðið til að gefa út sérstakan HM bjór fyrir sumarið.Siggi dúlla kominn með kassa í hönd og sáttur.„Það var eitthvað svo fyrirsjáanlegt að koma með Húh-bjórinn eða Fyrir Ísland, eða jafnvel bara Aron eða Gylfi. Við ákváðum að fara aðra leið og byrjuðum að ræða við Sigga fyrir þó nokkru síðan. Þetta er maðurinn á bakvið tjöldin, svona maður fólksins og meðalljón eins og við hin.“ Dúllan er bruggaður í hefðbundnum suður-þýskum Pils stíl með örlitlum amerískum snúning. Notaðir eru þýskir eðal aroma humlar í grunninn og svo er þurrhumlað í lokin með bragðmiklum bandarískum humlum til að ná fram einstökum frískleika og bragði. Hilmar er vörumerkjastjóri Víking brugghús.vísir/gvaBjórinn fer í sölu í ÁTVR um helgina. „Siggi dúlla er mikill lagermaður og vill helst ekkert flækja hlutina með einhverjum voða fínum IPA bjórum. Því er Dúllan bara venjulegur lagerbjór eins og okkar maður vill helst.“ Á Samsung-vellinum í Garðbæ má einnig finna Dúllubarinn sem var skýrður í höfuðið á Sigurði Sveini Þórðarsyni en Ástríðan í Pepsi-mörkunum leit þar við á dögunum og má sjá það innslag hér að neðan.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira