Innlent

Nýr meirihluti í Fjarðabyggð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð.
Frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð.
Fjarðarlistinn og Framsókn og óháðir hafa náð saman um málefnasamning um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðarbyggðar.

Í tilkynningu til fjölmiðla segir að staða bæjarstjóra verði auglýst en að Eydís Ásbjörnsdóttir, oddviti Fjarðarlistans, verði formaður bæjarráðs og að Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknar og óháðra, verða forseti bæjarstjórnar.

„Jafnrétti og jöfnuður verður grundvöllur samstarfs flokkanna. Allar ákvarðanir verða teknar með hliðsjón af hagsmunum íbúa og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins,“ segir í tilkynningunni

Eftir fyrstu talningu á kosninganótt kom í ljós að aðeins vantaði eitt atkvæði til að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldi velli í sveitarfélaginu.

Var farið fram á endurtalningu en þá kom í ljós að eitt atkvæði Sjálfstæðisflokksins reyndist ógilt og því vantaði tvö atkvæði upp á að meirihlutinn héldi.

Fjarðarlistinn fékk fjóra fulltrúa í Fjarðarbyggð, Sjálfstæðisflokkurinn tvo en var áður með þrjá. Miðflokkurinn fékk einn fulltrúa og Framsókn og óháðir tvo fulltrúa, og er því væntanlegur meirihluti Fjarðarlistans og Framsókn og óháðra skipaður sex bæjarfulltrúum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×