Innlent

Ljósmæður felldu samninginn

Birgir Olgeirsson skrifar
Kjaradeila ljósmæðra við ríkið hefur staðið yfir í fleiri mánuði.
Kjaradeila ljósmæðra við ríkið hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Vísir/Vilhelm

Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning sem fulltrúar þeirra og íslenska ríkisins undirrituðu í síðustu viku.

Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram um samninginn og stóð yfir í viku en henni lauk á miðnætti í gær.

87 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni en 63 prósent þeirra felldu samninginn en 3,3 prósent skiluðu auðu.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að kjaranefnd ljósmæðra muni setjast niður og ræða næstu skref.

Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.