Barn búsett á heimili þar sem lagt var hald á töluvert magn fíkniefna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2018 13:41 Málin eru óskyld og teljast öll upplýst. Vísir/Stefán Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í Reykjavík og Kópavogi og hafa samtals fjórir verið handteknir í tengslum við málin. Í einu tilvikinu, þar sem lagt var hald á talsvert magn af fíkniefnum, var barn búsett á heimilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða íbúðir í fjölbýlishúsum en einn húsráðenda á þessum stöðum var sömuleiðis með fíkniefni í geymslu í kjallara hússins. Í einni íbúðanna var að finna um 50 kannabisplöntur, 2 kg af kannabisefnum og 60 gr. af amfetamíni. Í annarri var lagt hald á talsvert magn af kókaíni, amfetamíni og MDMA, auk nokkurra tuga kannabisplantna, en barn var búsett á heimilinu og voru fulltrúar barnaverndaryfirvalda kallaðir til vegna málsins.Húsleitirnar voru framkvæmdar í Reykjavík og Kópavogi.Vísir/VilhelmÍ þriðju íbúðinni var líka að finna nokkra tugi kannabisplantna sem og allnokkuð af tilbúnu kannabisefni. Svipað átti við um fjórða vettvanginn en þar innandyra var að finna rúmlega eitt kíló af kannabisefnum. Efnin voru afrakstur kannabisræktunar, sem hafði verið klippt niður nokkrum dögum fyrir heimsókn lögreglu. Húsleitirnar voru framkvæmdar í Reykjavík og Kópavogi og var einn handtekinn á hverjum stað. Málin, sem eru óskyld, teljast öll upplýst, en þrír mannanna sem komu við sögu í þeim eru á fertugsaldri. Fjórði maðurinn sem var handtekinn í þessum aðgerðum lögreglu er á sextugsaldri. Þá minnir lögregla á upplýsingasíma sinn, 800 5005, en í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í Reykjavík og Kópavogi og hafa samtals fjórir verið handteknir í tengslum við málin. Í einu tilvikinu, þar sem lagt var hald á talsvert magn af fíkniefnum, var barn búsett á heimilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða íbúðir í fjölbýlishúsum en einn húsráðenda á þessum stöðum var sömuleiðis með fíkniefni í geymslu í kjallara hússins. Í einni íbúðanna var að finna um 50 kannabisplöntur, 2 kg af kannabisefnum og 60 gr. af amfetamíni. Í annarri var lagt hald á talsvert magn af kókaíni, amfetamíni og MDMA, auk nokkurra tuga kannabisplantna, en barn var búsett á heimilinu og voru fulltrúar barnaverndaryfirvalda kallaðir til vegna málsins.Húsleitirnar voru framkvæmdar í Reykjavík og Kópavogi.Vísir/VilhelmÍ þriðju íbúðinni var líka að finna nokkra tugi kannabisplantna sem og allnokkuð af tilbúnu kannabisefni. Svipað átti við um fjórða vettvanginn en þar innandyra var að finna rúmlega eitt kíló af kannabisefnum. Efnin voru afrakstur kannabisræktunar, sem hafði verið klippt niður nokkrum dögum fyrir heimsókn lögreglu. Húsleitirnar voru framkvæmdar í Reykjavík og Kópavogi og var einn handtekinn á hverjum stað. Málin, sem eru óskyld, teljast öll upplýst, en þrír mannanna sem komu við sögu í þeim eru á fertugsaldri. Fjórði maðurinn sem var handtekinn í þessum aðgerðum lögreglu er á sextugsaldri. Þá minnir lögregla á upplýsingasíma sinn, 800 5005, en í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira