Krefjandi verkefni bíða með minni frjósemi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Rúmlega fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi á síðasta ári. Frjósemi fer á sama tíma minnkandi. Vísir/Getty Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síðasta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíramída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalaldurs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn.Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði.Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barneignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í áratugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evrópulöndum að sjá þessar breytingar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnumarkaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjáanleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Frjósemi kvenna á Íslandi aldrei minni Frjósemi í fyrra var 1,71 á ævi hverrar konu. 25. maí 2018 10:44