Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2018 17:27 Sanna birtir allegórískan pistil sem svar við gagnrýni á að Sósíalistaflokkurinn ætli ekki að taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum eftir borgarstjórnarkosningar.l visir/vilhelm „Ég sé að ég geti gert meira út á akrinum með kúgaða fólkinu en með því að horfa á það út um glugga á húsi hvíta mannsins. Mig langar að nota þau völd og áhrif sem þið gáfuð mér með því að vinna með ykkur út á akrinum, syngja söngvana með ykkur og skipuleggja hvernig við getum hrakið þrælahaldarann út úr húsinu, burt úr lífi okkar.“Svo segir í nýjum pistli sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, birti nú fyrir nokkrum mínútum, á vef Sósíalistaflokksins.Umdeild og óvænt ákvörðun Eftir fund í gærkvöldi gaf Sanna, oddviti flokksins í Reykjavík, það út að hún myndi ekki taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum. Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn megi heita einn sigurvegarinn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en þau náðu inn manni í borgarstjórn. Þetta kom mörgum á óvart og hefur víða verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum. Pistill Sönnu skáldlegur, allegóría, og augljós viðbrögð við þeim röddum sem telja til lítils að bjóða sig fram án þess að sækjast eftir því að vera í stjórn. En, í pistlinum leggur Sanna út af réttindabaráttu plantekruþræla; segir að þar hafi verið tvær tegundir: Húsþrælar og svo þeir sem voru á akrinum. Húsþrælar höfðu það að sönnu betra en þeir „sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið saminn af húsþræl. Húsþrælarnir reyndu að tala og hegða sér eins og húsbændurnir,“ skrifar Sanna.Vill heldur vera á akrinum en vera húsþræll Undir lok pistilsins segist hún hlakka til að vinna að uppbyggingu öflugrar fjöldahreyfingar hinna valdalausu: „Til að sinna því mun ég dvelja í baráttu ykkar hvar sem hún er háð. Þaðan mun ég sækja erindi ykkar og gera það erindi að mínu inn í borgarstjórn. Með því að hafna dýnunni í kjallaranum í hvíta húsinu er ég ekki að hafna völdum. Með því að hafna dýnunni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í baráttu ykkar. Það er bara ein leið til valdaleysis fyrir okkur þrælana á akrinum, það er að yfirgefa hópinn og gerast húsþræll.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Ég sé að ég geti gert meira út á akrinum með kúgaða fólkinu en með því að horfa á það út um glugga á húsi hvíta mannsins. Mig langar að nota þau völd og áhrif sem þið gáfuð mér með því að vinna með ykkur út á akrinum, syngja söngvana með ykkur og skipuleggja hvernig við getum hrakið þrælahaldarann út úr húsinu, burt úr lífi okkar.“Svo segir í nýjum pistli sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, birti nú fyrir nokkrum mínútum, á vef Sósíalistaflokksins.Umdeild og óvænt ákvörðun Eftir fund í gærkvöldi gaf Sanna, oddviti flokksins í Reykjavík, það út að hún myndi ekki taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum. Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn megi heita einn sigurvegarinn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en þau náðu inn manni í borgarstjórn. Þetta kom mörgum á óvart og hefur víða verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum. Pistill Sönnu skáldlegur, allegóría, og augljós viðbrögð við þeim röddum sem telja til lítils að bjóða sig fram án þess að sækjast eftir því að vera í stjórn. En, í pistlinum leggur Sanna út af réttindabaráttu plantekruþræla; segir að þar hafi verið tvær tegundir: Húsþrælar og svo þeir sem voru á akrinum. Húsþrælar höfðu það að sönnu betra en þeir „sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið saminn af húsþræl. Húsþrælarnir reyndu að tala og hegða sér eins og húsbændurnir,“ skrifar Sanna.Vill heldur vera á akrinum en vera húsþræll Undir lok pistilsins segist hún hlakka til að vinna að uppbyggingu öflugrar fjöldahreyfingar hinna valdalausu: „Til að sinna því mun ég dvelja í baráttu ykkar hvar sem hún er háð. Þaðan mun ég sækja erindi ykkar og gera það erindi að mínu inn í borgarstjórn. Með því að hafna dýnunni í kjallaranum í hvíta húsinu er ég ekki að hafna völdum. Með því að hafna dýnunni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í baráttu ykkar. Það er bara ein leið til valdaleysis fyrir okkur þrælana á akrinum, það er að yfirgefa hópinn og gerast húsþræll.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56
„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59