Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2018 23:47 Peterson hefur meðal annars vakið athygli fyrir að þvertaka fyrir að nota persónufornöfn sem intersexfólk kýs að nota um sig. Vísir/Getty Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn. Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn.
Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59