Rótgrónar fjölskyldur flutt úr Ölfusi Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. maí 2018 21:30 Rótgrónar fjölskyldur hafa flutt úr Ölfusi í kjölfar uppsagna hjá fyrirtækjum sem hafa hætt starfsemi í sveitarfélaginu. Oddviti Sjálfstæðismanna segir sorglegt að ekki hafi verið byggt meira atvinnuhúsnæði á staðnum til að laða að ný fyrirtæki. Höfnin er hjartað í atvinnulífinu í Þorlákshöfn og hjartað hefur fengið þung höfn á undanförnum misserum. Í nóvember á síðasta ári var fimmtíu starfsmönnum hjá Frostfiski sagt upp. Fyrirtækið lokaði og flutti úr bæjarfélaginu. Nú hefur annað fyrirtæki, Ísfell, sem einnig er í sjávariðnaði, gert slíkt hið sama.Hefðbundinn sjávarútvegur gefið eftirGreint var frá málinu í vefmiðlinum Hafnarfréttir í lok apríl þar sem segir að fyrirtækið muni flytja úr bæjarfélaginu á næstu mánuðum en með því hverfa þrjú störf úr sveitarfélaginu Ölfusi. Oddviti Framfarasinna og félagshyggjufólks segir atvinnutækifæri í sveitarfélaginu vera að breytast með nýjum verkefnum. „Hefðbundinn sjávarútvegur hefur gefið eftir en í staðinn höfum við verið að fá fiskeldi og flutningastarfsemin hefur aukist þannig að við þurfum bara að halda áfram að byggja fleiri stoðir undir okkar atvinnulíf og við teljum okkur vera vel í stakk búin. Við erum búin að skipuleggja iðnaðarsvæði, má eiginlega segja allt í kringum Þorlákshöfn,“ segir Jón Páll Kristófersson, formaður bæjarráðs og oddviti O-lista, framfarasinna og félagshyggjufólks.Lítið byggt síðustu árinOddviti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir sorglegt að þegar fyrirtæki hafi flutt úr bæjarfélaginu hafi rótgrónar fjölskyldur fylgt með. „Sveitarfélagið þarf í rauninni að bregðast við með því að fá hérna bæði stór og lítil – og ekki síst lítil – fyritæki. Ég get nefnt sem dæmi að hérna er iðnaðarsvæði, það er allt fullt af iðnaðarlóðum hérna en síðustu fjögur árin hefur ekki verið byggt eitt einasta iðnaðarhúsnæði þannig að litlu fyrirtækin skipta líka miklu máli. Síðustu átta árin hefur verið byggt eitt iðnaðarhúsnæði hérna þannig að áherslan á það finnst mér ekki vera mikil,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Rótgrónar fjölskyldur hafa flutt úr Ölfusi í kjölfar uppsagna hjá fyrirtækjum sem hafa hætt starfsemi í sveitarfélaginu. Oddviti Sjálfstæðismanna segir sorglegt að ekki hafi verið byggt meira atvinnuhúsnæði á staðnum til að laða að ný fyrirtæki. Höfnin er hjartað í atvinnulífinu í Þorlákshöfn og hjartað hefur fengið þung höfn á undanförnum misserum. Í nóvember á síðasta ári var fimmtíu starfsmönnum hjá Frostfiski sagt upp. Fyrirtækið lokaði og flutti úr bæjarfélaginu. Nú hefur annað fyrirtæki, Ísfell, sem einnig er í sjávariðnaði, gert slíkt hið sama.Hefðbundinn sjávarútvegur gefið eftirGreint var frá málinu í vefmiðlinum Hafnarfréttir í lok apríl þar sem segir að fyrirtækið muni flytja úr bæjarfélaginu á næstu mánuðum en með því hverfa þrjú störf úr sveitarfélaginu Ölfusi. Oddviti Framfarasinna og félagshyggjufólks segir atvinnutækifæri í sveitarfélaginu vera að breytast með nýjum verkefnum. „Hefðbundinn sjávarútvegur hefur gefið eftir en í staðinn höfum við verið að fá fiskeldi og flutningastarfsemin hefur aukist þannig að við þurfum bara að halda áfram að byggja fleiri stoðir undir okkar atvinnulíf og við teljum okkur vera vel í stakk búin. Við erum búin að skipuleggja iðnaðarsvæði, má eiginlega segja allt í kringum Þorlákshöfn,“ segir Jón Páll Kristófersson, formaður bæjarráðs og oddviti O-lista, framfarasinna og félagshyggjufólks.Lítið byggt síðustu árinOddviti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi segir sorglegt að þegar fyrirtæki hafi flutt úr bæjarfélaginu hafi rótgrónar fjölskyldur fylgt með. „Sveitarfélagið þarf í rauninni að bregðast við með því að fá hérna bæði stór og lítil – og ekki síst lítil – fyritæki. Ég get nefnt sem dæmi að hérna er iðnaðarsvæði, það er allt fullt af iðnaðarlóðum hérna en síðustu fjögur árin hefur ekki verið byggt eitt einasta iðnaðarhúsnæði þannig að litlu fyrirtækin skipta líka miklu máli. Síðustu átta árin hefur verið byggt eitt iðnaðarhúsnæði hérna þannig að áherslan á það finnst mér ekki vera mikil,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira